Bad Boys 2 BAD BOYS 2
Leikstjóri:Michael Bay ( pff )
Framleiðandi:Jerry Bruckheimer ( pff )
Aðalhlutverk:Martin Lawrence, Will Smith
Handritshöfundar:Dick Clement, Ian La Frenais
Genre:Action, Thriller, Comedy
Release date: Sumar, 2003

Eftir miklar vinsældir Bad Boys ( 1995 ) voru uppi mikið af rúmorum á netinu um að framhald væri á leiðinni.

1996: Nafnið á framhaldinu var breytt úr Bad Boys 2 yfir í Bad Boys Around the World

1998:Rumour um að Brian Helgeland myndi skrifa handrit af myndinni, en talið ólíklegt að þetta væri í alvöru.

1999:Martin Lawrence segir í viðtali að það séu góðar líkur á því að hann og Will Smith munu taka þátt í framhaldinu.

2000:Rumour um það að Martin Lawrence myndi deyja í byrjun myndarinnar ( bull ).

8. mars-2002:Sony pictures tilkynnir að flestir leikararnir úr fyrstu myndinni hafi samþykkt um að leika í framhaldinu, og að Jerry Bruckheimer myndi framleiða og að Michael Bay myndi leikstýra.

Ég veit nú ekki hvort þetta sé nokkuð góð hugmynd. Fyrsta myndin var ekkert sérstök ( **/**** ), og ég get nú ekki beint séð fyrir mér þessa verða eitthvað góða ( eða betri ). Talið er að myndin muni gerast mest allan tímann í London. Mike Lowrey ( Martin Lawrence ) og Marcus Burnett ( Will Smith ) týna efnafræðingi sem þeir eiga að gæta þegar glæponar ráðast á þá. Þeir neyðast því að þurfa að vinna með bresku lögreglunni við að leita að efnafræðingnum og í leiðinni uppgvöta þeir tengsl hans við stóran glæpahring. En þessi söguþráður er núna ólíklegur því að fyrir nokkru var sagt að fólkið á bak við myndina hefði hætt við þetta London plott, og í staðinn á myndin að gerast í Miami ( eins og fyrsta Bad Boys ).

Ég get nú ekki sagt að ég sé sérlega spenntur fyrir þessari en ég vona það besta.

Smokey…