You Only Live Twice
Leikstjóri: Lewis Gilbert
Handrit: Roald Dahl, Ian Fleming, Harold Jack Bloom
Ár: 1967
Lengd: 117 mín
Aðalhlutverk: Sean Connery, Akiko Wakabayashi , Donald Pleasence, Karin Dor, Tetsuro Tamba, Bernard Lee, Lois Maxwell, Desmond Llewelyn, Charles Gray, Ronald Rich
Framleiðendur: Albert R. Broccoli, Harry Saltzman,
sbs:
**+/****
Fimmta James Bond myndin og án efa sú lakasta sem Sean Connery lék í, þó að það sé ekki honum að kenna. Söguþráðurinn er aðalvandamálið, hann er of ótrúlegur, meira segja miðað við James Bond sögu. Það er skrifað af engum öðrum en barnarithöfuninum Roald Dahl sem skrifaði meðal annara bóka Matilda, James and the Giant Peach, Willy Wonka & the Chocolate Factory og Chitty Chitty Bang Bang. Ekki veit ég afhverju hann var fenginn til þess að gera Bond mynd en barnabækur og Bond eiga lítið saman. En allavegana gengur söguþráðurinn út á það að Blofeld (Donald Pleasence) og SPECTRE hafa stolið bandarískum og rússneskum geimskipum með þeim tilgangi að stofna til styrjaldar milli þessara tveggja heimsvelda. Bond er fengin til þess að bjarga málunum og allar vísbendingar benda á Japan. Bond fer til Japans og finnur þar, með hjálp Japönsku leyniþjónustunnar, eldfjall sem er í raun leynileg aðstaða Blofelds og lið hans. Það gerist margt annað í millitíðinni, t.d. giftist Bond en það er ekki jafn meiningarfullt og brúðkaupið í On Her Majesty's Secret Service heldur er það bara útaf starfinu.
You Only Live Twice er fyrsta myndin sem sést framan í Blofeld, í From Russia With Love og Thunderball heirðist bara illsvitandi rödd en núna er hann leikin af Donald Pleasance sem er þekktastur fyrir að leika Dr. Loomis í flestum Halloween myndunum. Útlit Blofelds er án efa þekktasta útlit hans(hann leit aldrei eins út). Sköllóttur maður með stórt ör niður hægri hluta andlitsins og með stóran hvítan kött í fanginu. En þó að Donald sé mjög góður leikari þá á hann ekki við í hlutverki illmennis og er framistaða Blofelds í myndinni svoldil vonbrigði. Fyrir þá sem ekki vita þá er Dr. Evil byggður aðalega á Blofeld úr You Only Live Twice, útlitið, kötturinn og eldfjallið.
Nafnið ‘You Only Live Twice’ er svoldið skemtilegt. Bond deyr nefnilega í byrjun myndarinnar. Það er meira að segja jarðarför, Bond var í sjóhernum áður en hann gekk í bresku leyniþjónustuna og fær hann mikla heiðurs athöfn þar sem lík hans er látið falla í sjóinn meðan hermenn skjóta af byssum sínum. Það þarf ekki snilling að skilja að hann hafi ekki dáið í raun og veru heldur var þetta bara til þess að plata vondu karlanna.
Þrátt fyrir frekar slappan söguþráð þá er margt gott við myndina, Sean Connery er pottþéttur sem Bond. Þó að hann hafi í raun verið komin með algert ógeð á persónunni. Þetta átti meira að segja að vera seinasta Bond myndin en hætt var við það. Titillagið ‘You Only Live Twice’ með Nancy Sinatra er eitt minnistæðasta Bond lagið og er mjög gott. Það er mikið af hasar atriðum og tækjum, t.d. lítlil þyrla sem passar í fimm töskur ósamsett og er kölluð ‘Nellie’.
<a href="http://www.sbs.is">sbs.is</a