Pikknikk
Já, við ætlum líka að gera þetta fyrir áratuginn.
10 - Children of Men
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7mQQryoJKsY
Ímyndaðu þér að mannkynið geti ekki fjölgað sér. Alfonso Cuarón leikstýrir af mikilli snilld að venju, en ég er aðdáandi verka hans á borð við Y tu mamá también og Harry Potter 3 (ég er öruggulega einn af fáum sem fílaði myndina). Myndin býður upp á spennu, ævitýri, vísindaskáldsögu, og ein af rosalegasta eintaka (One-Shot) sem ég hef séð.
9 - Mulholland Dr.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E8j1hHnFJZo
David Lynch er idolið mitt, svo ég var frekar mikið starstruck þegar hann áritaði Twin Peaks safnið mitt. En Mulholland Dr. var fyrsta myndin sem ég sá eftir hann. Eftir að ég horfði á myndina,var ég bara, vá. Óskiljanlegur söguþráðurinn við fyrsta áhorfið fékk mig að hugsa, virkilega að hugsa í viku hvað í fjandanum gerðist í myndinni. Eftir fjölda enduráhorfa finnur maður alltaf eitthvað nýtt og púslar saman söguþræði sem meikar seins, og gefur mér annars konar sýn á kvikmyndagerð.
8 - Inglourious Basterds
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PNJ4rbsrRy8
Við stjórnendurnar erum búinir að kryfja þessa mynd svo mikið að ég veit að enginn nennir að lesa meira um hana.
7 - Lost In Translation
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=FNn-2CTXzAw
Að vera týndur í ókunnu land getur verið óhuganlegt og einmanalegt. Bill Murrey er útbrunninn leikari sem er á villigötum með líf sitt. Hann hittir Scarlett Johansson sem er villt og óhamingjusöm við sambandið við eiginmann sinn sem vinnu í Tókyó. Þetta er saga um einmanaleika og vináttu. Sofia Coppola sýnir hreinskilna sýn á mannlegann skilning og fagra hlið á Japan. Æðisleg mynd.
6 – Amélie
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JPjQVi8TUQs
Ein manneskja getur breytt lífi þínu til góðs. Amélie er súrrealísk mynd sem sýnir sanna gleði og hvað lífið hefur upp á að bjóða. Leikurinn, tónlistin og listræna sjónin í myndinni eru til fyrirmyndar og sagan er virkilega skemmtileg. Myndin er hlaðborð af góðgæti, frönsku góðgæti.
5 - No Country For Old Men
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qnwNuG1ayno
Ótrúlega góð mynd. Virðist á yfirborðinu vera einföld saga, en er í raun flókin flétta sem blandar spennu humor og frábærum leiksigrum saman. Spennan helst frá fyrstu minute og myndin sjálf er ótrúlega falleg. Anton Chirugh er hugsanlega illmenni áratugarins.
4 - The Royal Tenenbaums
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=EJBqsVFx84M
Vandræði hinnar “fullkomnu” fjölskyldu. Hjónin skilja, börnin hatar fjölskylduföðurinn, en 15 árum eftir aðskilnað milli Tenenbaums-hjónanna, æltar faðirinn að ná fyrirgefningu barna sinna og konu með einni hvítri lygi. Þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndum mínum. Wes Anderson er einstakur með auga sitt fyrir smáatriðum, fjölda af gæðuleikarum og handrit. Tónlistin í myndinni er svo æðisleg og smellpassar við myndina.
3 - The Lord of the Rings Þríleikurinn
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=w8K8-c_9oGo
Aldrei hefur kvikmyndum tekist að skapa jafn raunverulegann heim og Peter Jackson gerði í þessum myndum. Og þó muni helst eftir krafmikilli sögu og flottri handavinnu á bakvið tjöldin eru myndirnar frábærlega leiknar. og þær snerta alla sem á þær horfa.
2 - City of God
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pUt-yPxOZqk
Þessi brasilíska mynd sýnir lífið í slömminu á svo raunverulegann máta að það er sárt. Þegar maður horfir á þessa mynd líður manni eins og maður sé að horfa á heimildamynd en ekki leikna mynd. Svo góð er hún. Þetta er án efa besta ó-bandaríska mynd ársins.
1 - Eternal Sunshine Of The Spotless Mind
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1GiLxkDK8sI
Þessi mynd eftir Michel Gondry er alveg hreint frábær í alla staði. Jim Carrey sýnir það í eitt skipti fyrir öll að hann er einn fjölhæfasti leikarinn í dag. Þessi mynd gæti talist sem Sci-fi mynd, rómantísk mynd og dramamynd. Hún er óumdeilanlega besta mynd síðustu 10 ára.