Árið 2009 er búið að vera mjög áhugavert kvikmyndaár í mínu mati. Og í ár hef ég búinn að slá metið mitt í aðsókn í kvikmyndumhús (starfsfólkið er núna farið að þekkja mig) og *hóst*ólögleguniðurhali*hóst*.
Og einnig hitti ég kvikmyndagoðin David Lynch og Milos Forman. En alla veganna, hérna er listinn.
10 – Precious
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=b5FYahzVU44
Lífið getur verið erfitt. 16 ára móðir sem verður ólétt af sínu öðru barni, og brestir verða á milli hennar og klikkaðrar móður hennar. Margir er búnir að tala um þessa mynd sem bestu mynd ársins og svoleiðis, en ég veit ekki. Myndin er góð, vegna hlutverk mæðgnanna og sterks leiks leikarnanna, en hún náði mér ekki sem Oscar-worthy (en kannski vinnur hún, mér fannst Slumdog millionaire allt í lagi, ekkert meistaraverk). En ég sé óskartilnefningu fyrir hlutverk Mo'Nique í aukahlutverki. Eftir áhorf myndinnar verður þú betri manneskja.
9 - The White Ribbon
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BE_ByB2ocVk
Í byrjun 20. aldar í þýskum smábæ, geta völd og uppeldi farið illa með mann. Það er áhugavert að sjá hvering lífið hjá fólki var í lokaðara samfélagi og hvernig var að vera barn í þýskalandi þá tíma sem það fólk ólst upp sem átti eftir að beita við aðra einstaklingar grimmd og hatur þegar þau verða fullorðið fólk (Nasistar). Hæg en mjög eftirminnanleg mynd
8 - The Hurt Locker
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bVohGnZ5E0E
Besta stríðmynd 21. aldinnar til þessa. Myndin sýnir góða og raunverulega mynd á íraksstríðinu í dag og daglegt líf hermanna í stríðinu. Virkileg áhugaverð mynd.
7 – Moon
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=twuScTcDP_Q
Áhugaverðasta sci-fi myndinsíðan 2001 (myndina), og þá er mikið sagt.
Sam Rockwell sýnir rosalegann einleik við sjálfan sig á tunglinu.
6 - A Serious Man
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tcUTv3LH3ss
Coen-Bræðurnir senda sitt persónalegast averk til þessa, en í þessari mynd er gyðingur á sjöunda áratugnum að reyna að bjarga öllu og þótt að honum sé illa við það, getur hann fengið nóg? Kolsvart gamanmynd sem gerist best. /spoiler (tannlæknaatriðið var best)
5 - (500) Days of Summer
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PsD0NpFSADM
Ástin getur verið tík við mann, sértaklega fyrir hin einstaklingurinn elskar þig ekki. ‘‘Feel good mynd ársins‘‘.
P.s. Íslensku kvikmyndadreifiaðillarnir ættu að skammast sín fyrir að sýna hana ekki í bíó.
4 – Watchmen
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=gRMjr1UKa5k
Eftir ég las að leiksstjóri 300 æltaði að leikstýra Watchmen, hafði ég áhyggjur því mér fannst 300 hrikilega léleg og ömurleg, þannig að ég var smeykur fyrir henni þegar ég sá hana fyrst, því að sagan er einn af mínum uppáhalds myndasögum mínum… En myndin heppnast frekar vel, þó að ég sé smá ósáttur við nokkur atriði, svo að hún er ekki fullkomin. En leikstjóraútgáfan er aðeins betri.
3 – Antichrist
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=LO-TNfPzh_k
Já, Hún var það góð… Þó að ég sé ekki hrifinn af hrollvekjum. Eftir að hafa séð hana, varð ég hinsvegar heillaður að því hvernig manni líður við sjá hana, manni líður illa, en samt er allt svo fagurt. Einnig var myndin snilldarlega vel skotin, en ég var frekar fúll út í sjálfann mig fyrir að hafa ekki farið á myndina í bíó… Það hefði verið rosaleg upplifun.
2 – Up in the Air
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_m-Da8Tz4_E
Hvernig vinnur maður við að reka annað fólk? George Clooney sýnir stórleik sem einmana fertugur maður sem elskar að fljúga og gista á hótelum. Ég verð að segja að ég virkilega elska þessa mynd vegna persónanna, sértaklega hlutverk Clooneys. Mjög þægileg mynd. Ein áhugaverð staðreynd um myndina; Uppsagnirnar í myndinni eru ekta.
1 - Inglourious Basterds
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PNJ4rbsrRy8
Þegar ég sá hana á forsýningu kvikmyndir.is, var ég frekar stressaður, enda ekki á hverju degi sem maður sér nýja mynd eftir Q-Tarantino, en þegar myndin var búin, var ég í sjokki yfir því hversu æðisleg, skemmtileg og já, frábær hún var. Sagan var ein sú skemmtilegasta sem leikstjórinn hefur sent frá sér til þessa. Basterds sýnir að heimsstyrjaldarmyndir þurfa ekki að vera þunglyndislegar. Leikarnir í myndinni standa sig með prýði, sértaktlega Brad Pitt sem leiðtogi Skítsauðanna og Christoph Waltz sem Júðaveiðarinn. Þetta er besta mynd ársins.
Bæ og Bon journó!