Jæja, nú ákváðum við stjórnendur á kvikmyndir að við myndum allir senda inn lista yfir það sem við töldum bestu myndir ársins. Nú ríð ég á vaðið og sendi inn minn persónulega og rétta lista. Feel free to comment.
10. The Empire Strikes Back - Það skiptir engu máli hvaða ár er, ESB er alltaf ein af 10 bestu myndum ársins.
9. Drag me to Hell - Sam Raimi sneri aftur til hrollvekjunnar á þessu ári, og afraksturinn var þessi frábæra mynd. Raimi er meistari þess að gera hryllingsmyndir sprenghlægilegar, og mörg atriðin í þessari mynd fengu mig til að veltast um af hlátri. Klárlega ein besta hrollvekja síðari ára, og fyrir horror-aðdáendur eins og mig er gaman að sjá hryllingsmynd sem reynir ekki eingöngu að ganga fram af manni með viðbjóði og pyntingum heldur hefur djúpann og þaulhugsaðann söguþráð.
8. Up - Nýjasta myndin frá Pixar hafði þann mótvind að allir bjuggust við meistaraverki, svo það kom engum á óvart hversu góð hún var. Það sem Pixar hefur fram yfir samkeppnisaðillana á CGI-myndamarkaðnum er hversu mikil vinna er lögð í smáatriðin, og Up er þar engin undantekning. Allt frá byrjun til enda fangar myndin mann alveg. Að mínu mati var hún kannski ekki jafn góð og Wall-E, en það stöðvar hana ekki í því að vera áttunda besta mynd ársins.
7. Zombieland - Sumarið mitt fór að miklu leyti í að horfa á gamla Staupasteinsþætti þar sem Woody Harrelson fer á kostum. Það var því frábært að sjá hann loksins aftur í stóru grínhlutverki í einni blóðugustu grínmynd seinni ára. Myndin er frábær blanda af gore-i og góðum húmor. Myndin skartar einu eftirminnilegasta cameo-i allra tíma. Ég persónulega myndi fíla framhald byggt á zombieland-reglunum.
6. (500) Days of Summer - Mynd sem kom mér skemmtilega á óvart. Hún lítur út eins og ástarsaga, hljómar eins og ástarsaga og labbar eins og ástarsaga, en er samt allt nema ástarsaga. Myndin fjallar um strák sem finnur það sem hann heldur að sé ástin í lífinu. Myndin sýnir svo næstu 500 daga lífs hans, þar sem sýnt er frá sambandi þeirra, allt frá því að þau hittast, í gegnum sambandsslit og eftirleikinn. Mjög frumleg mynd sem notar Pulp Fiction aðferðina og er sögð í “non-linear”; formi, sem er mjög vinsælt hjá lýðnum í dag.
5. The Hangover - Án efa besta pjúra grínmynd ársins. Kannski ekki beint frumlegasta mynd í heimi, en það er vel unnið úr því sem þeir hafa. Þó skeggjaði gaurinn hafi imo verið ofmetnasti karakter ársins, voru hinir tveir með þeim skemmtilegustu, og Heather Graham svona fáklædd er ekkert nema gott.
4. The Hurt Locker - Raunverulegasta stríðsmynd áratugarins, og stundum er spennan nánast óbærileg. Atriðin þegar mennirnir eru að aftengja sprengjur eru fáránlega tense, og sýnir þessi mynd lífið í stríði á mjög raunsæann hátt. Hermennirnir spila tölvuleiki, snúast gegnum hvorum öðrum og eiga samskipti við borgara í Írak. Myndin inniheldur mjög skemmtilega notkun á slow motion til að sýna áhrif sprenginga. Frábær mynd í alla staði.
3. The Princess and The Frog - Þegar ég sá að þessi mynd verður einungis sýnd með íslensku tali varð ég mjög vonsvikinn með Samfilm. Þegar ég sá þessa mynd á mjög ólöglegann máta var það sem heillaði mig mest Enska talsetningin. Allar persónurnar hafa mjög skemmtileg einkenni í raddblænum og skemmtilega hreima. Annars er sagan ótrúlega falleg, aukapersónurnar eru þær skemmtilegustu síðan Tímon og Púmba komu fyrst fram. Sérstaklega náði eldflugan Ray til mín, en sú pesóna er án efa næstskemmtilegasta persóna ársins, og hefur Jim Cummings skapað persónu sem mun lifa í gegnum árin.
2. District 9 - Eftir að Halo kvikmyndin datt uppfyrir, mér og öðrum til mikils ama, fór tvíeykið Peter Jackson og Neil Blomkamp að vinna að nýju verkefni. Þetta er afraksturinn. Frumlegasta sci-fi mynd síðan The Matrix breytti heimssýn okkar. Í fyrsta sinn voru mennirnir vondu kallarnir sem héldu geimverunum föngum frá heimaplánetunni sinni, í fyrsta sinn var aðalpersónan ótrúlega leiðinlegur gaur og í fyrsta skipti var myndin skotin í heimildamyndastíl. Ok, kannski ekki í fyrsta skipti, en þessi mynd bætti við frábærum söguþræði og hárbeittri samfélagsádeilu, sem gerðu þessa geimverumynd klárlega ein af ferskustu myndum okkar tíma.
1. Inglourious Basterds - QT sneri aftur á toppinn með þessari frábæru seinni heimsstyrjaldarmynd sem á sér enga hliðstæðu. En trailerarnir lugu ekki þegar þeir sögðu að við hefðum ekki séð stríðið fyrr en við hefðum séð það í gegnum augu Tarantinos. Brad Pitt, sem b.t.w. er besti leikari í heimi sýnir á sér allar sínu bestu hliðar sem skemmtilegasta persóna ársins, Aldo Raine. Sagan er mjög skemmtileg, og myndin er hæfilega löng. Forsýning kvikmyndir.is á henni er enn þann dag í dag skemmtilegasta kvikmyndasýning sem ég hef farið á. Hans Landa fær svo verðlaunin fyrir illmenni ársins. Basterds er ótvírætt besta mynd ársins.
BÓNUS: Avatar - ástæðan fyrir því að Star Wars er á listanum en ekki Avatar, er sú að ég hef einfaldlega ekki komist á hana í bíó, en þegar ég mun sjá hana þá mun hún pottþétt komast á listann, einfaldlega vegna þess hve mikil Cameron hóra ég er.