Ég fékk um dagin lánað hjá félaga mínum Fantasia Legacy DVD safnið. Það var nú samt aðallega til þess að horfa á upprunalegu fantasia myndina sem ég er mjög svo hrifin af, en ég ákvað að taka bara allt safnið þannig að ég gæti nú kíkt á Fantasia 2000 ef ég hefði ekkert betra að gera.
Ég hafði nefninlega heyrt að Fantasia 2000 væri:“ekki góð”, “frekar leiðinleg” og “lélegt rippoff af fyrstu myndinni”. Þannig að ég var nú bara nokkuð viss um að hún væri þvílíkt flopp. En stundum er mar greinilega bara bara með svo allt annan smekk á hlutunum en þeir sem mar er farin að læra að treysta á.
Ég ætla að fara yfir þessa mynd á þann eina hátt sem ég held að sé sanngjarn. en það er: atriði fyrir atriði. here goes:



Í fyrsta atriði er það fimmta sinfónía bethovens sem hvert einasta mannsbarn kannast við. Eins og í fyrstu Fantasia myndinni er þetta byrjunar atriðið svona frekar abstract. Persónulega finnst mér þetta vera alltílagi flott gert og passar mjög vel við tónlistina. En mar mundi aldrei nenna að horfa á heila mynd í þessum stíl svo að það er eins gott að þetta er eina abstract atriðið í myndinni, og það er frekar stutt. þetta er nefninlega þriggjamínútna útgáfan af þeirri fimmtu:) - **

Annað atriðið er við “Pines Of Rome” eftir Ottorino Respighi(veit ekkert hver það er:). En eins og nafnið gefur til kynna ásamt fyrstu tónunum í laginu var höfundur lagsins greinilega með mynd af götum rómarborgar í huga þegar hann gerði þetta lag. En það sem gerir Fantasia hvað skemmtilegasta er að teiknurunum er bara alveg sama hvaða hugmynd höfundur lagsins hafði um verkið. Því þetta atriði gerist nebbla einhverstaðar norður í hafi þar sem ísjakar fljóta um undir norðurljósunum og hvalir fljúga :Þ mér finnst þetta atriði verða soldið langdregið en það bætir það upp hvað þetta er stórkostlega vel teiknað og hvað tónlistin passar vel við. - ** og 1/2

Rhapsody in Blue eftir George Gershwin er þriðja atriðið. Þetta er svona Jazz lag svo að þarna hafa disney menn ákveðið að breyta gjörsamlega um stíl bæði hvað tónlistina varðar og líka í myndstílinn. Þetta atriði lýsir ævintýri nokkurra mismunandi einstaklinga í New York borg sem alla dreymir um annað líf. Þetta atriði er bara í einu orði sagt:“SNILLD!”. Hröð og fyndin atburðarás í takt við lagið ásamt þessum mjög svo skemmtilega myndstíl gera þetta að hinni allra bestu skemmtun. - ****

Fjórða atriðið byggir á sögu eftir H.C.Andersen sem allir ættu að kannast við. En það er Tindátinn Staðfasti við “Piano Concerto No.2, Allegro, Opus 102” eftir Dmitri Shostakovich. Ég kannaðist nú bara ekkert við þetta lag og hvað þá nafnið eða höfundin. Characterarnir í þessu atriði eru alveg ótrúlega vel teiknaðir. Enda er þar notast við nútíma þrívíddar tækni. Mar hefur nú örugglega séð nokkrar barnamyndir með þessari sögu sem voru örugglega ekki styttri en 20 mín. Mér fannst samt þessi saga vera miklu betur sögð í þessari stuttu mynd, sem er ekki einusinni talað í. Mér fannst að vísu stundum eins og að tónlistin væri ekki alveg að passa við atburðarrásina. En engaðsíður mjög skemmtilegt. - ***

Fimmta atriðið er nú svona frekar stutt. Það er “Carnival of the Animals, Finale” eftir Camille Saint-Saéns. Þetta er mjög fyndið atriði við tóna sem allir ættu að kannast við. Þetta minnir mann soldið á tomma og jenna. Það er engin sérstakur söguþráður, bara flamíngóí með jójó og nokkrir félagar hans sem reyna að fá hann til að hætta fíflalátunum. Schnilld:) - *** og 1/2

Sjötta atriðið í myndinni er eiginlega frægasta atriðið úr fyrstu Fantasia myndinni. Mjög gott og skemmtilegt, en… æææjj, það er bara eitthvað svo gay að vera að troða þessu með svona óbreyttu. Þeir hefðu nú allavega getað tekið upp lagið aftur í staðin fyrir að nota sextíu ára gamla upptöku. Og.. halló alltíeinu er myndin bara ekki lengur í widescreen. Já, með fullri virðingu fyrir þessu ágæta atriði verð ég nú samt að gefa Fantasia 2000 mínus stig fyrir þetta. Svo er þetta ekki einusinni besta atriðið úr fyrsu myndinni. - * og 1/2

Sjöunda lagið er mars sem allir kannast við en það er “Pomp and Circumstance-Marches 1,2,3 and 4” eftir Sir Edward Elgar sem er kanski betur þekkt sem “útskriftarlagið”. En disney ákváðu að láta þetta lag prýða sögu þeirra um örkina hans nóa. Fyrst þegar ég sá að það var búið að troða andrés önd inn í þetta atriði fór svona nettur pirringur um mann. En mér finnst þetta koma samt bara nokkuð vel út. Það er mikið af húmor í þessu atriði sem character andrésar passar vel í. Svo er líka smá svona ástar sögu plott í gangi þar sem Andrés og Daisy halda bæði að hitt hafi orðið eftir þegar flóðið kom. Og svo kemur svona mjög svo heartwarming reunion í endan, awww:) - ****

Áttunda og síðasta atriði myndarinnar er “Firebird Suite - 1919 Version” eftir Igor Stravinsky. Þetta atriði finnst mér keppa við Rhapsody in Blue um besta atriðið í myndinni. Hreint stórkostleg tónlist og gullfallegar myndir sem lýsa náttúrunni,fegurð,illsku,dauða,vonleysi og endurfæðingu. Frábær endir á vel heppnaðri mynd. - ****


Svona til að fjalla aðeins um kynningarnar sem koma á milli laga. Sko, ég er nú alveg á því að það sé nauðsynlegt að hafa smá break á milli laga svo mar nái að jafna sig og hreinsa hugan fyrir næsta lag. Og sjálfsagt er það ekkert vitlausara en margt annað að fá fullt af kvikmyndastjörnum til að kynna lögin á húmorískan hátt. En… þetta er bara alls ekki fyndið!

Kynningin í byrjun myndarinnar með Roy Disney er alveg OK.
Steve Martin var lélegur.
Quincy Jones reynir enga aulafyndni og er því ágætur.
Bette Middler kemur til að segja okkur frá öllum misheppnuðu artistunum sem fengu ekki að vera með í myndinni, er það ekki bara niðurlægjandi fyrir þessa örugglega ágætis listamenn?
James Earl Jones segir svona bærilega sniðuga skrítlu;)
Svo koma einhverjir Penn & Teller gaurar sem ég verð bara að viðurkenna að ég veit ekkert hverjir eru. En þeir gera þetta ágætlega.
James Levine kynnir eitt lagið. En hann er einmitt tónlistar umsjónarmaður myndarinnar svo að hann hefur allavega eitthvað gáfulegt um mússíkina að segja.
Síðast kemur Angelina (murder she wrote) Lansbury sem einmitt enn ein disney strengjabrúðan(beuty and the beast).
s.s. kynningarnar eru algert flopp. - 1/2




Á heildina litið er þetta alveg hreint frábær mynd sem ég vill mæla með fyrir alla tónlistar og teiknimynda unnendur. Og til að fá heildareinkun. Þá þrátt fyrir hversu hræðilega misheppnaðar kynningarnar eru og hversu asnalegt það er að hafa Sorcerers Apprentice með í myndinni óbreytt þá held ég að *** og 1/2 (af fjórum)sé sanngjarn dómur. Það er ljótt að segja það en ég held bara að þessi sé betri en orginalin:) Það eru bara einfaldlega fleiri snilldar atriði í þessari.
“Humility is not thinking less of yourself,