Jæja fór á Avatar um daginn, ákvað að gagnrýna aðeins.
Avatar (2009)
Leikstjórn: James Cameron
Handrit: James Cameron
Aðalhlutverk: Sam Worthington, Zoe Saldana, Stephen Lang, Michelle Rodriguez, Giovanni Ribisi, Sigourney Weaver
Lengd: 161 mín
Þráður (Vægur spoiler alert, það er samt safe að lesa, nema þú vilt að “smáatriði” komi þér á óvart…)
Avatar gerist árið 2154, þar sem mannkynið hefur tekið stórt skref í tækni og öðru tengdu. Þeir hafa ferðast til tunglsins Pandóru í Mannfáksskýinu. Þar er fyrirtæki í stjórn Parker Selfridge (Giovanni Ribisi) í leit að verðmætu efni sem kallað er Unobtanium, sem augljóslega fæst ekki neinstaðar annarstaðar. Hins vegar, er annar ættbálkur af bláu kattafólki (sem mér finnst líkjast strumpunum slatti mikið) sem kallast Na'vi. Efnið unobtanium leynist undir bústöðum Na'vi fólksins og er mannfólkið voða voða spennt að ná krumlum sínum í þetta svæði. Þá kemur til sögunnar Jake Sully (Sam Worthington), en hann er fyrrum hermaður og lamaður fyrir neðan mitti. Bróðir Jake, Thomas, sem var vísindamaður, vinnandi við Avatar verkefnið, deyr, og þá er fengið Jake í hans stað. Avatar verkefnið felst í því að kjarnsýra úr Na'vi veru og mannveru er blandað saman (held ég..) og búin er svo til vera, eins og Frankenstein nokkur gerði á sínum tíma, og kjarnsýran er færð yfir í þessa tilbúnu veru. Þegar Avatarinn er tilbúinn fer manneskjan (í þessu tilfelli Jake og annar vísindamaður, Norm Spellman (Joel David More), sem hafði unnið með bróður Jake í langann tíma fyrir verkefnið) í svona vél sem svæfir þá og færir meðvitund þeirra í avatarinn. Til þess að avatarinn virki þarf manneskjan sjálf að vera sofandi. Ef avatarinn sofnar, vaknar manneskjan. Með þeim er líka Dr. Grace Augustine (Sigourney Weaver) plöntufræðingur sem hefur rannsakað náttúru Pandóru og dýralífið með sínum avatar. Jake, Norm og Grace fara inn í frumskóg Pandóru, öll í sínum Avatar, til að rannsaka plöntur og alles. Eftir “væga” dýraárás er Jake fundinn af prinsessu Na'vi, Neytiri (Zoe Saldana) (framandi nöfn, finnst ykkur ekki?) og fer hún með hann til Trésins, sem er heimastaður hennar ættbálks. Hann ávinnur traust hennar, en á eftir að sanna sig fyrir foringja ættbálksins. Hann fær að gista í trénu. Til baka, í herstöðina er komið þar sem herforingi að nafni Miles Quaritch (Stephen Lang) kemur til Jake. Hann segir Jake frá Unobtanium planinu og biður Jake að ávinna sér traust Na'vi fólksins og biðja þau um að flytja sig, svo að mennirnir gætu étið í sig allt efnið sem undir leynist. Jake samþykkir og hefst strax handa við verkefnið. Hins vegar, þegar hann ávinnur traust Na'vi fólksins, fer hann að hugsa eins og stór blár köttur og verður vinur þeirra. Hlutirnir flækjast meira þegar hann vingast við Neytiri og þegar mennirnir verða gráðugri og gráðugri hvað varðar efnið.
Stórskemmtileg mynd sem hentar öllum frá gaurum sem digga flugvélar og byssur, til kattaaðdáenda.
Gagnrýni
Avatar er frábær mynd, so to speak, en auðvitað er ekkert fullkomið og hefur Avatar því sína kosti og galla. Avatar er best gerða mynd sem ég hef séð, hvað varðar tækni og alles. Na'vi fólkið, eða kettirnir, eru mjög vel hannaðir og tæknin kringum það er alveg ótrúleg. James Cameron kemur doldið á óvart varðandi leikstjórn og handritsskrifun. Avatar hefur þann stóra, stóóra galla að vera hræðilega illa skrifuð. Söguþráðurinn klikkar hræðilega þarna. Leikstjórn var mjög góð hvað varðar bardagaatriðin og þannig, en hann feilaði alveg við frekar mörg tal-atriði. Eins og þegar Jake er að flytja ræður sínar fyrir Na'vi fólkið, eða flest, ef ekki öll atriðin þar sem þessi fáviti Quaritch var að tala, mér fannst það ekki nógu gott hjá annars mjög góðum leikstjóra. Leikur hjá Sam Worthington var í..mja..meðallagi. Hann sýndi engann stjörnuleik. T.d. þegar hann flytur þessa ræðu hefði hann getað gert það miikið betur. Zoe Saldana leikur mjög vel, miðað við aðra. Hún nær bláa kattarhlutverkinu mjög vel, og atriðin milli hennar og Jake eru kannski þau best leiknu í myndinni. Þau ná alveg að “bonda” mjög vel. Og…já…það má búast við heitu kisukynlífi í myndinni.. Sigourney Weaver er líka mjög góð í sínu hlutverki, lítið hægt að setja út á þann leik. Stephen Lang er með karakterinn sem maður elskar að hata. Það er mjög erfitt að leika þannig karakter, en Stephen náði honum bara slatti vel. Aðrir leikarar standa sig misjafnlega, Giovanni Ribisi nær sínum karakter nokkuð vel, sem svona gráðugum forstjóra.
Ég gef Avatar lokaeinkunn 7.5. Ágæt mynd, bara illa skrifuð og langdregin.
Besta atriði: (Spoilah)
Hvað haldiði? Lokabardaginn auðvitað!! Shit hvað þetta er awesome atriði.
Og já..ein lokanóta….hvað í andskotanum var James Cameron að hugsa þegar hann fattaði uppá plánetu sem inniheldur blátt kattafólk???