Mér leidist svoldiðð mikið um daginn og ákvað að leigja mér spólu. Það var ekki mikið inni, þannig að ég reyndi bara að finna ömurlegasta hulstrið sem ég gat fundið. Það var myndið Route 666.
Helstu leikararnir í myndinni er þau Lou Diomond Phillis(The Big Hit) og Lori Petty(Tank Girl). Mottó myndarinar er “One Way In, No Way Out. Þettað gat ekki litið verr út.
Myndin fjalar um Jack sem er lögga og í fyrstu er hann að ná vitni sem hafði flúið úr vitnavermd, einhverja hluta vegna. Þegar hann er búinn að ná vitninu þá koma mennirnir sem vitnið er að svíkja og reyna að drepa þá. Þeirsleppa með hjálp nokkura annarra lögreglumanna. Síðan þurfa þau komast með vitnið sem fyrst í réttarsalinn. Þau komast að því að stiðsta leiðin er í gegnum veg 666,en sá vegur hefur verið ofsóttur af draugum fjagra fanga sem voru að vinna við gerð vegsins og voru síðan jarðaðir undir honum. Þessir draugar drepa allt sem kemur á veginn. Síðan er bara spurningin, komast Jack og félagar af veginum í tæka tíð?
Ég held að handrits höfundurinn hafi verið á sýru þegar hann skrifaði þessa mynd. Þessi mynd er alveg afspirnu léleg og ég mæli með að allir kíkji á hana. Því að myndin er að reyna að vera tekinn alvarlega, en tekst það ekki.
Þessi mynd byrja ágætlega, en fer svo bara út í malbikk. Ég skemmti mér alveg ágætlega yfir henni því að hún er svo léleg að hún byrjar næstum því að vera góð.
*** af **** fyrir skemmtun en * af **** fyrir efni myndarinar.
Freddie