Á næstu dögum á að fara að sýna myndina Rollerball hér á landi. Að því tilefni ákvað ég að segja frá upprunalegu myndinni.
Árið er 2018. það eru engir glæpir og enginn stríð. Það er bara Rollerball. Rollerball er leikur sem er nokkurskonar Brutal blanda af fótbolta(rúbbí), mótorkrossi og hokkí. Heiminum er stjórnað af einhverjum yfirmönnum sem ákveða næstum allt fyrir mann. Þeir stjórna t.d. hvort maður er leikmaður í Rollerball eða ekki og líka ákveða þeir hverjum maður giftist.
Jonathan E er stæðsta stjarnan í Rollerball, en einhverja hluta vegna þá vlja yfirmennirnir að hann hætti. Leiknum hefur verið breytt þannig að núna eru engar reglur og yfirmennirnir telja að Jonathan E sé orðin of gamall. Hann neitar að hætta og heldur áfram að spila. Eftir það þá reyna yfirmennirnir að láta hann hætta með ýmsum ráðum.
Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að sjá þessa mynd er að ég keypti hana óvart eins sinni. Þegar ég loksins leit á hana eftir að hafa átt hana í nokkurn tíma þá kom hún mér óskemmtilega á óvart. Myndin var þung og leiðinleg. Hún hefði verið miklu betri ef það hefði ekki verið að troða svona mikið af drama í hana. Kannski var það ágætt að ég hafi hafði séð nokuð margar góðar myndir á undan, það er alltaf fínt að horfa á eina og eina ömulega öðru hverju.
Að mínum mati fær myndin ekki meira en * af **** en það er bara fyrir skemmtilega hönnun á leikmynd og ágætlega fyndna búninga. Ég vona að endurgerðin verði betri, aulýsingarnar lofa allavega góðu.
Freddie