Nexus verður með sérstaka forsýningu á stórævintýramyndinni Avatar í Leikstjórn James Cameron (Terminator, Aliens, Titanic) á miðvikudaginn 16. desember kl. 20.00 í Smárabíói.
Myndin er sýnd í stafrænni þrívídd og án hlés. Miðasala hefst laugardaginn 12. desember kl. 11 fyrir hádegi, eingöngu í Nexus. Selt verður í númeruð sæti að eigin vali.
Þetta er fyrsta sýning myndarinnar á Íslandi, tveim dögum fyrir heimsfrumsýningu. Miðaverð er 2000 kr. (Miðaverð á almennum 3D sýningum verður 1400 kr)
Tæknileg snilld kemur hinsvegar ekki í stað góðrar sögu. Þessi blanda vísindaskáldskapar og fantasíu gengur einstaklega vel upp og það er alveg ljóst að Cameron er að leggja hérna grunninn að fantasíuheimi sem mun nánast örugglega öðlast gríðarlegar vinsældir. Einnig gleymir Cameron ekki eðalsmerki góðs vísindaskáldskapar sem er að varpa fram spurningum um mannlega tilveru.
Þetta er fyrst Nexusforsýningin í þrívídd og Cameron hefur lagt ómælda vinnu í að þróa og bæta þrívíddarupptökutækni til þess að gera hana að eins flottri upplifun og hægt er í dag. Þegar þetta er ritað er enginn á Íslandi búinn að sjá þrívíddarútgáfuna.
Þetta verður ein allra besta Nexusforsýningin til þessa og það þarf að fara aftur til ársins 2001 þegar Nexus forsýndi Lord of the Rings til að finna hliðstæðu.
Þegar þetta er ritað eru nokkrir yfirgnæfandi jákvæðir dómar farnir að birtast í bandarísku og bresku pressunni, en fyrsta heimsforsýning myndarinnar var á fimmtudagsvköld í London. Sjá samantekt á RottenTomatoes.com (Nexus mælir ekki með að lesa ýtarlega dómana til að spilla ekki fyrir sögu myndarinnar og leyfa henni að koma sér á óvart).
Vonum til þess að sjá sem flesta.
Nexusmenn.