Star Wars 3: The Search for Spock Star Trek 3: The Search for Spock Prentvæn útgáfa

Leikstjóri: Leonard Nimoy
Handrit: Harve Bennett, ,
Ár: 1984
Lengd: 105 mín
Aðalhlutverk: William Shatner, DeForest Kelley, James Doohan, George Takei, Walter Koenig, Nichelle Nichols, Christopher Lloyd, Leonard Nimoy, Mark Lenard, Robin Curtis
Framleiðendur: Harve Bennet, Gary Nardino, Ralph Winter


sbs:
***/****

Að mörgu leiti er þriðja Star Trek myndin, The Search for Spock, viðburðaminnsta mynd seríunnar. Í rauninni gerist bara það sem titillinn segir. Það er leitað af Spock og ég efast um að nokkur hafi haldið að hann fyndist ekki svo ég er ekki að skemma neitt þegar með að segja að hann hafi fundist. En aðalspurningin er, var leitin af honum skemtileg. Svarið er Já.

Myndin byrjar þar sem The Wrath of Khan endaði, Spock deyr og líkami hans er sendur útí geiminn, líkið lenti á hinni nýu plánetu sem skapaðist útaf Genesis tilraununum. Einhverjum dögum síðar kemur í ljós að áður en Spock dó flutti hann hug sinn inní Dr. McCoy og Spock reynir, í gegnum McCoy að segja Kirk að hann verði að fara og finna líkama sinn. En núna hefur verið ákveðið að hætta að nota Enterprise skipið svo að Kirk hefur ekkert skip, hann og flestir í Enterprise liðinu ákveða að stela Enterprise og finna Spock. Það kemur í ljós að hann hafði endurfæðst á Genesis plánetunni. En til að komast þangað og sækja hann þarf Kirk og félagar að berjast við klingona, aðalklingoninn er leikinn af engum öðrum en Christopher Lloyd sem er næstum óþekkjanlegur í gervi sínu.

The Search for Spock hefur flest það sem Star Trek hefur að bjóða, Enterprise, geimbardaga, tæknibrellur og geimverur. Hún er ekki eins góð og fyrri myndirnar en skilar samt sínu. Ágætlega leikstýrð af Leonard Nimoy(fyrsta kvikmyndin sem er leikstýrð af vulcani). Leikurinn er frekar standard, Meritt Butrick er betri en í The Wrath of Khan, í hlutverki sonar Kirks. Reyndar er Robin Curtis sem leikur hlutverkið sem Kirstie Alley frekar léleg. Christopher Lloyd er skemtilegur sem vondi karlinn. En þó að þetta sé ekki besta Star Trek myndin þá er allt í lagi að kíkja á hana og næstum skilda ef maður er að horfa á The Wrath of Khan á annað borð.

Það má nefna að The Search for Spock er uppáhalds Star Trek myndin hans Cosmo Kramers úr Seinfeld og í einum þættinum talar hann mikið um hana og leiðbeinir Elaine að fylgja “katra”-inu sínu en það er einhvað vulcan tengt.

<a href="http://www.sbs.is/critic/">Myndir og fleira</a