bíó reykjavik í reykjavík
á þriðjudaginn næsta verð haldið svokallað bíó Reykjavík, þar sem þú getur komið með þína eigin stuttmynd, eina skilyrðið að hún sé undir tuttugu mínútum, og hún verður sýnd. síðan eftir það er 10 mínútna umræða um myndina. þetta er mjög sniðug hugmynd til að fá myndina sína sýnda án þessa að það sé um einhverja “stuttmyndakeppni” að ræða. þar sem þetta er einhvers konar hlutlaust svæði þar sem fólk getur talað um kvikmyndagerð sína og heyrt skoðanir annarra á verkum sínum.
þarna er að skapast skemmtilegur grundvöllur fyrir íslenska stuttmyndagerðamenn til að koma sér og myndum sínum á framfæri. þetta mun verða mánaðarlegur viðburður hjá bíó Reykjavík og verður fyrsta kvöldið á þriðjudaginn næsta. nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu bíó reykjavík sem er www.bioreykjavik.com þar er að finna allar helstu upplýsingar um þennan viðburð. einnig verður myndin THE GENERAL eftir buster keaton sýnd og hef ég heyrt að hún verður sýnd á 18 fps einsog hún var tekin uppá…………
gudmagni