Batman gagnrýni, 3. hluti: Christopther Nolan Þá er komin að síðasta hlutanum af Batman gagnrýninni minni og mun ég taka 2 nýjustu myndirnar: Batman Begins og The Dark Knight, báðar leikstýrðar af Christopher Nolan.
Ég er nokkuð viss um að margir séu ósammála mér með ákveðna hluti en ég ætla að minni ykkur á að þetta er mitt álit og virða það.

Batman Begins

Leikstjóri
Christopther Nolan

Saga/Handrit
Bob Kane David S. Goyer og Christopher Nolan

Aðalhlutverk
Christian Bale, Michael Cane, Liam Neeson, Katie Holmes og Gary Oldman

Söguþráður
Þessi mynd fjallar aðalega um forsögu Bruce (Christian Bale) áður en hann gerist Batman og þegar hann gerist Batman í fyrsta skiptið.
Tveir villainar eru í þessari mynd: Scarecrow (Cillian Murpy), eða Jonathan Cane, ruglaður geðlæknir sem sprautar eitruðu gasi að fólki (á meðan hann er með grímu yfir sig) til að láta það fá ofskynjanir af því sem það hræðist. En hann virðist aðeins vera undirmaður fyrir Ra's Al Ghul (Liam Neeson), líka þekktur sem Henri Ducard, fyrrverandi þjálfari Bruce, sem ætlar að eyða borginni með því að nota gasið á alla íbúa Gotham. Á meðan fær Batman hjálp frá Rachel Dawes (Katie Holmes), gömlum vini, Jim Gordon (Gary Oldman), óspilltum lögreglumanni, Alfred (Michael Cane), þjóninum sínum og Lucius Fox (Morgan Freeman), vinnumaður hjá Wayne Enterprises sem lætur Bruce fá hlutina sem hann notar sem Batman.

Gagnrýni
Þessi mynd sker sig frá hinum myndunum með því að hafa ekkert sameiginlegt með þeim í tengslum við leikara, leikstjóra og handritshöfunda, og líka fyrir að koma með mikla forsögu. Fyrir mér er forsagan samt of löng. Ég veit að hún á að innihalda mikið, en miðað við að myndin er 140 mínútur finnst mér að eitthvað af því hefði mátt sleppa.

Christian Bale er verulega góður sem Bruce, sérstakur “millionare playboy” sem marga mundu ekki gruna að væri Leðurblökumaðurinn. En því miður finnst mér hann ekki eins góður sem Batman. Búningurinn er ekki nærri því eins slæmur og úr Schumacher myndunum en mér finnst eitthvað sérstakt við hann, kemst engann veginn þar sem búningur Burton myndanna er. Röddin sem hann kemur með er… hlægileg, ég hef ekki annað orð. Mér finnst hann reyna of mikið að vera ógnandi en því miður kemur það ekki vel út.
Þegar hann talaði við Gordon í fyrsta skiptið var hann með fullkomna rödd sem Batman, en því miður versnar hún. Hann er samt ágætur að slást við glæpamenn, hann má eiga það.

Ég var að hluta til vonsvikinn með Scarecrow. Í mesta hluta myndarinnar leist mér vel á hann, geðveikan og spilltan geðlækni sem sprautar hræðslugasi að fólki, sem lætur hann vera virkilega erfiðan óvin fyrir Batman að vissu leyti. Mér fannst að hann hefði átt að vera sá eini í endanum í staðinn fyrir Ra’s Al Ghul (sem mér leist ekkert sérstaklega vel á). En í staðinn er hann í svona 5 sekúndur í virkilega svölu formi þangað til hann er tekinn niður af Rachel. Cillian Murpy lék samt mjög vel.

Aðrir leikarar í myndinni, Michael Cane, Gary Oldman, Katie Holmes, Morgan Freeman, þarf ég lítið að segja nema vel leikið og settu gott andrúmsloft í persónurnar sýnar. Nema Katie. Mér fannst hún skilja lítil áhrif eftir.

Í heildina litið var þessi mynd í lagi en það er þrennt í viðbót sem fór á taugarnar á mér.

1: Slagsmálaatriðin. Þau voru hræðileg. Tekin allt of nálægt og klippingin minnti mig á tónleikamyndband með Meshuggah. Átti stundum erfitt með að sjá hvað í fjandanum var að gerast.

2: The Batmobile. Í þáttunum frá 60’s og Burton myndirnar var Batmobile fullkominn og í Schumacher myndunum var hann fínn. En hérna fóru hönnuðurnir algjörlega yfir um. Þarf Batman virkilega svona fyrirferðamikið farartæki?
Ég vil líka benda hér á að mér fannst oft Batman vera algjörlega sama um skemmdir sem hann var að gera á bílnum (klessandi yfir veggi á brúm, keyrandi á þökum o.s.frv.).

3: 2 smáatriði: Hvernig gat Batman lifað það af að vera kveikt í honum og detta niður af þaki?
Hvernig Bat-merkið var til. Þegar Batman festi glæpastjórann á ljósið til að gera merkið, hefði hann þá ekki átt að brenna?

Annars voru aðrir hlutir sem mér leist vel á: Leikurinn, leikstjórnin, Gotham (samt ekki eins góð og Burton myndirnar) og ýmis smáatriði.

Batman Begins: Fín mynd með göllum en á samt ekki skilið að vera top 250 listanum á imdb.com. Hún er að mínu mati ofmetin.


6,5/10



The Dark Knight

Leikstjóri
Christopther Nolan

Saga/Handrit
Jonathan Nolan, Christopher Nolan, David S. Goyer og Bob Kane

Aðalhlutverk
Christian Bale, Michael Cane, Heath Ledger, Aaron Eckhart, Maggie Gyllenhaal og Gary Oldman

Söguþráður
Nýr villain er kominn til Gotham sem er aðeins þekktur sem Joker (Heath Ledger). Áætlanir hans eru að skapa stjórnleysi og óreiðu í Gotham og reyna allt sem hann getur til að Batman sýni hver hann er í raun og veru og drepur til dæmis saklausa borgara. Á meðan hefur Rachel (Maggie Gyllenhaal) fundið nýja ást í lífi sínu en það er saksóknarinn Harvey Dent (Aaron Eckhart) sem fer að vinna með Batman (Christian Bale) og Gordon (Gary Oldman) að reyna að handtaka Joker.

Gagnrýni
Mjög fáar framhaldsmyndir ná að toppa fyrri myndina og er Dark Knight ein af þeim, en ekki sú besta fyrir mig. Það sem ég vil byrja á að segja er að mér fannst fáranlegt hversu “hyped” þessi mynd var. Þetta er góð mynd en fannst hún fá allt of mikla athygli.

Nokkrir leikarar eru á svipuðu stigi og í fyrri myndinni. Christian Bale, Morgan Freeman, Michael Cane og Gary Oldman. Freeman og Oldman standa sig mjög vel, Caine er frábær þó mér finnst hann hafa of mikið af ræðum, og Bale er góður sem Bruce, í lagi sem Batman en hefur samt ennþá þessa hræðilegu rödd.

Ég hef heyrt marga kvarta undan því að samanborið við Katie Holmes þá er Maggie Gyllenhall ekki nógu fríð. Ég hef litla skoðun á því en hún allavega gerir betur það sem skiptir máli í mynd heldur en Holmes: leikur. Hún stendur sig frekar vel sem Rachel en þrátt fyrir það þá finnst mér Rachel ekki ennþá vera áhugaverður karakter.

Loksins kemur Harvey Dent/Two-Face sem er frábær á næstum alla vegu. Aaron Eckhart bætir karakterinn fullkomlega frá Batman Forever. Sem Harvey er hann mjög góður. Leikur hans lætur hann vera frekar áhugaverðan karakter. En þegar hann breytist í Two-Face bætir hann sig. Hann stendur sig svo vel þar að ég gleymdi því að hann hefði engin umerki að hann ætti að hafa margfaldan/rofin persónuleika og (held ég) schizophrenia.

Eftir að ég sá þessi mynd fór ég að velta fyrir ef hún hefði verið jafn vinsæl hefði Heath Ledger ekki leikið í henni eða hefði ekki dáið. Miðað við allan æsinginn um hann, þá stórefast ég um að hún hefði svona vinsæl, enda ástæða til. Ledger stóð sig verulega vel sem Joker. Ein af stærstu ástæðunum er að hann reynir ekki að herma eftir öðrum Jokerum sem hafa komið fram í bíó/sjónvarpi, og það gerir hann frumlegan. Hann reynir meira að vera ógnandi en að vera svolítið ógnandi með góðan húmor. Ég hef samt þrjá galla við hann:

1: Forsagan. Það hefði mátt vera meira sett út á hana. Mig minnir að Nolan ætlaði upprunalega að hafa Ledger í næstu mynd þannig að ég ætla ekki að setja það mikið út í þetta.

2: Útlitið. Fjólubláu fötin létu mig halda að hann hefði stolið þessu frá ömmu sinni. Ólíkt hinum Jokerunum lenti hann ekki í sýru sem lét hann hafa útlitið sitt. Í staðinn setur hann make-up á sig sem er virkilega kjánalegt. Og hvað var málið með hárið? Það leit út eins og hann hefur ekki þrifið það í mánuð.

3: Hversu ósigrandi hann var. Mér fannst hann ógna öðrum glæpamönnum og flýja frá löggunni allt of auðveldlega.

En þrátt fyrir þessi smáatriði var þetta frábær frammistaða hjá Ledger, þótt ég kýs frekar Nicholson.


Spennuatriðin eru sýnd á miklu betri hátt en Batman Begins og eru þau með þeim betri sem ég hef séð. Ég var líka ánægður með nýja farartækið sem Batman hafði, og var gaman að fylgjast með því.

Eini gallinn við myndina voru atriðin þegar spítalinn var sprengdur og þegar það var uppgötvað að ferjurnar tvær höfðu fullt af sprengiefnum. Hvernig í fjandanum var hægt að setja nógu mikið af spengiefnum í stærsta spítala bæjarins til að sprengja hann allan upp án þess að enginn tæki eftir því? Sama sagt með ferjurnar og ég bæti við: af hverju enginn skoðaði þær áður var lagt af stað? Ég veit að fólk var skíthrætt en almenn vitneskja hefði mátt vera meiri þarna.

Ég skemmti mér vel yfir þessari mynd. Spennuatriðin voru góð, leikurinn sterkur, sagan góð og hefur áreiðanlega mesta bad-ass karakter í sögu kvikmynda sem var aðeins í fimm mínútur af myndinni en það var bankastjórinn (William Fichtner).


Svo, frábær mynd: Já
Með bestu myndum allra tíma: Nei
Með betri framhaldsmyndum allra tíma: Alls ekki besta en samt mjög ofarlega.


8/10


Hvað hefur Nolan-myndirnar umfram hinar myndirnar: Bestu spennuatriðin (eingöngu The Dark Knight) besta Gordon og bestu forsögu Bruce.



Svo hvaða villain vil ég hafa í næstu mynd ef hún verður gerð?
Hefði Joker verið áfram hefði ég svo viljað hafa Harley Quinn með honum. En þar sem það væri frekar slæm hugmynd að hafa Joker aftur þá mundi ég segja annað hvort Riddler eða The Mad Hatter.

Ég vona að þessar gagnrýnir hafa verið skemmtilegar og hver veit hvort ég geri meira síðar.
Og ég afsaka málfræði/stafsetninga-villur

Takk fyrir.

sabbath