Ný ofurhetja ??? Það er ný ofurhetja á leiðinni í kvikmyndaheiminum. Það hefur vantað svona nýja seríu af ævintýramyndum eins og Indiana Jones og James Bond. Þessi nýja hetja heitir Dirk Pitt(já ég veit að þetta hljómar eins og klámleikari). Þessi karakter er samblanda af Indiana Jones og James Bond. Þessi karaker kemur úr bókaseríu sem rithöfundur að nafni Clive Cussler hefur skrifað í gegnum árin. Bækurnar hafa selst í yfir 120 milljónum eintaka og eru gífurlega vinsælar um allan heim. Það var fyrirtækið Crusader Entertainment sem tryggði sér réttinn að bókunum. Áður höfðu margir reynt að kaupa kvikmyndarétt að bókunum þar á meðal leikararnir Sylvester Stallone,Bruce Willis og George Clooney.

Fyrsta bókin sem verður gerð að kvikmynd er Sahara. Dirk Pitt er vísindamaður/njósnari sem vinnur hjá stofnun sem kallar sig NUMA(National Underwater and Marine Agency). Hann vinnur að því að vernda allt sem viðkemur sjónum og ferðast um allan heiminn á allskonar bátum og kemur í veg fyrir allskonar hryðjuverk. Í Sahara verður Dirk að koma í veg fyrir mengunarslys. Hann skoðar einnig einkennilegan sjúkdóm í Afríku sem gerir fólkið þar klikkað. Ekki er nóg með það heldur þarf hann líka að koma í veg fyrir flóðbylgju sem hefur skrýtin aðdraganda að baki sér. Pitt þarf að kljást við franska valdamenn,harðstjóra í Vestur-Afríku,skoðunarlið sameinuðu þjóðannna og aðra sem vilja hann feigan. Sögusviðið er gullnámur sem eru fullar af þrælum, eiturefnaúrgangslosunarstaður(úff langt orð)og eyðimörk.

Handritshöfundarnir heita James Hart(Bram Stoker´s Dracula,Contact, Hook) og David S. Ward(The Sting,Major League,Sleepless in Seattle). Leikstjórinn er Rob Bowman sem hefur gert nokkra X-Files þætti og er nýbúinn að leikstýra mynd sem heitir Reign Of Fire. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 100 milljónir dollara og verður ekki sparað í þeim efnum. Crusader Entertainment er í samstarfi við Paramount við gerð myndanna. Paramount bindur miklar vonir við þessa seríu. Það er ekki ennþá fundin leikari í hlutverk Dirk´s en höfundurinn sjálfur segir að líklegast ætli þeir að reyna að fá Matthew McCounaughey eða Hugh Jackman í hlutverkið. Það verður nánast ekkert um CGI í myndinni heldur bara gamaldags hasaratriði og margir tökustaðir(svipað og með James Bond). Í stað Bondbílanna verður alltaf sérstakur bátur í hverri mynd um Dirk Pitt. Tökustaðir fyrir Sahara eru t.d. Egyptaland(meðal annars á Nílarfljótinu),Nígería,Malí, og svo sjálf Sahara-eyðimörkin þar sem mörg atriði verða tekin upp. Sahara mun trúlegast koma sumarið 2003 og þá mun hún trúlegast berjast við myndir eins og Matrix 2 og 3. Þessi myndasería verður fyrst og fremst ævintýramyndiasería. Það verður ekki mikið um ástaratriði og lítið af ofbeldisatriðum. Nokkuð svipað og Indiana Jones heyrist mér.

Ég vona að þessi sería verði ekki of mikið rippoff af Indiana Jones og James Bond. Hún verður að eignast séreinkenni ef hún á að ganga upp. Það þýðir ekkert að stæla Indiana Jones eins og mér fannst The Mummy gera. Vonandi er þetta byrjun á snilldaseríu og örugglega himnaríki fyrir framleiðendur því þeir dýrka að gera framhaldsmyndir. Ætli maður fari ekki að skoða þessar NUMA-seríu bækur um Dirk Pitt eftir Cussler.

Þess má geta að höfundurinn Clive Cussler stofnaði samtök sem kalla sig NUMA. Þau leita að týndum skipsflökum og varðveita minjagripi úr sjónum. Samtökin fá peninga úr sérstökum sjóð sem Cussler kom upp. Sjóðurinn er byggður upp með hagnaði af bókunum. Heimasíða NUMA er www.numa.net

“My name is Pitt…. Dirk Pitt”

-cacuz