Leikstjóri: John Moore
Tagline: In War There Are Some Lines You Should Never Cross
Lengd: 105 mín
Jæja plottið í þessu er nú svolítið kunnulegt, tveir flugmenn sjá soldið sem ekki mátti og þá eru þeir skotnir niður af vondu köllunum(sem eru í þetta skipti Bosníu Serbar) og þá þurfa þeir að bjarga sér hvað sem það kostar, og já ég gleymdi því næstum því góðu kallarnir eru bandaríkjamenn hver bjóst við því.
Aðalsöguhetjan er Chris Burnett sem er leikinn af Owen Wilson og er hann flugmaður sem er skotinn niður yfir Bosníu, það sem kom mér á óvart að það var ekki mikið um þessa þjóðrembu hjá kananum þótt að það vottaði aðeins í hana í ýmsum atriðum, myndin er engin gæða vara en manni leiðist aldrei t.d er myndatakan mjög flott og myndin í heild vel gerð tæknilega séð og hetjan er ekki þessi Rambó karakter sem drepur 50 menn með sjö skotum, hann er þessi sem hefur enga reynslu af bardögum og þarf að fela sig og hlaupa á stórum köflum.
SMÁVEGIS SPOILER
Það sem böggaði mig við þessa ágætu skemmtun var það á tveimur stöðum í myndinni voru umþaðbil 20 menn að skjóta á Owen Wilson og engin svo mikið sem særði hann hvernig væri að laga svona “Smáatriði” og svo líka það að ekkert grafískt ofbeldi var þarna það er nefninlega ekki jafn gaman að sjá stríðsmynd sem var uppiskroppa með blóð. En svo var einn stór plús að allir Bosníu Serbarnir töluðu Serbnesku það sér maður ekki alltaf í Bandarískum myndum.
Þessi mynd var ágætasta skemmtun þó mætti laga nokkur smáatriði.
***/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.