Harvey Keitel Harvey Keitel er nafn sem allir,sem fylgjast með kvikmyndum, þekkja og virða. Hann hefur leikið í ótal mörgum myndum og er hvað þekktastur fyrir að vera óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann á það líka til að leika í ódýrum og sjálfstæðum myndum og hefur þannig hjálpað mörgum efnilegum leikstjórum að fanga athygli áhorfenda og framleiðanda. Harvey Keitel er ekki þessi týpíski Hollywood leikari og hann passar sig alltaf að festast ekki í sama farinu of lengi. Mig langar aðeins að rifja upp þennan einstaka feril sem Keitel hefur átt.

Harvey Keitel fæddist í New York 13 maí árið 1941. Hann átti erfiða æsku og ólst upp við mikla hörku og fátækt í New York borg.
Hann kláraði ekki menntaskóla heldur fór hann frekar í herinn aðeins 16 ára gamall. Hann hafði stamað frá barnsaldri og var ráðlagt að fara í leiklist af skólaráðgjafa. Hann sótti þá leiklistaskóla í New York og “strögglaði” í nokkur ár. Hann lék mikið í leikhúsum og ódýrum sjónvarpsþáttum. Hann þénaði ekki nóg og varð að vinna sem stenographer(sem er manneskja sem vélritar í réttarsal það sem kemur fram) í tíu ár og svo vann hann einnig sem sölumaður í kvennaskóbúð. Hann vann á staminu með leiklistinni og var orðinn pirraður á því hvað honum gekk illa að fá hlutverk. Hann svaraði auglýsingu sem var í dagblaði þar sem kvikmyndanemi auglýsti eftir leikurum í fyrstu mynd sína. Þessi nemi var engin annar en Martin Scorsese og myndin hét Who´s that knocking at my door. Þetta var kveikjan að sterku sambandi á milli Keitel´s og Scorsese. Keitel lék svo í heimildarmynd eftir Scorsese sem hét Street Scenes en það var ekki fyrr en þeir gerðu þriðju myndina að fólk fór að taka eftir þeim báðum. Sú mynd er fræg fyrir það að þar sameinuðust tveir af bestu leikurum sögunnar Keitel og Robert De Niro fyrst og þar byrjaði einnig hið víðfræga samstarf Scorsese og De Niro.

Keitel hélt svo áfram að starfa með Scorsese í myndum eins og Alice doesn´t live here anymore(1974)og Taxi Driver(1976) og svo loks umdeildustu mynd Scorsese The Last Temptation of Christ(1988). Á þessu 12 ára bili á milli Taxi Driver og The Last Temptation of Christ gekk ýmislegt á. Keitel átti að upprunalega að leika í stórmynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, en var rekinn eftir rifrildi við Coppola á tökustað á Philipseyjum. Martin Sheen lék því aðalhlutverkið í staðinn. Í staðinn lék hann í fyrstu mynd leikstjórans Ridley Scott, The Duellists, sem þótti ekki vænleg í miðasölu en var samt fínasta mynd byggð á bók Joseph Conrad. Þetta var upphafið að 10 ára tímabili hjá Keitel sem var ófullnægjandi fyrir hann en hann hafði samt nóg að gera. Hann var komin af A-listanum og fékk aðeins að leika í meðalmyndum á meðan félagi hans og fyrrverandi samstarfsmaður De Niro blómstraði og lék í fullt af minnistæðum myndum.Keitel lék í 20 myndum á þessum tíma og í 10 leikritum, hann var ágætur í nokkrum af þessum myndum eins og t.d. Blue Collar,The Border(á móti Jack Nicholson),Wise Guys eftir Brian De Palma. Með Last Temptation of Christ, þar sem hann lék Júdas sjálfan, var Keitel komin aftur í ellítu leikara. Hann lék í myndinni The Two Jakes(1990), sem Jack Nicholson leikstýrði og lék í sjálfur. Hún er framhald af Chinatown en þótti ekki jafn góð. Keitel lék svo á móti fyrrverandi hjónakornunum Bruce Willis og Demi Moore í spennumyndinni Mortal Thoughts(1991). Sama ár lék hann aftur fyrir Ridley Scott í Thelma&Louise, þar sem hann lék lögguna sem eltir hættulega parið. Hann lék í mafíósamynd eftir Barry Levinson sem fjallaði um ævi Bugsy Malone sem er einn frægasti glæpamaður Bandaríkjanna. Keitel lék þar Mickey Cohen. Keitel vildi svo aðeins slappa af og lék þá í grínmyndinni Sister Act á móti Whoopi Goldberg.

Það var svo árið 1992 að Keitel ákvað að hjálpa ungum og efnilegum handritshöfund/leikstjóra sem hét Quentin Tarantino. Tarantino sendi honum handritið að Reservoir Dogs og Keitel varð mjög hrifin af því, svo hrifin að hann vildi framleiða myndina ásamt því að leika í henni. Myndin átti upprunalega að verða gerð fyrir skitna 35.000$ en þegar Harvey bættist í hópinn fór sú tala upp í 400.000$ og hann laðaði að betri leikara í hin hlutverkin. Eftir velgengni Reservoir Dogs fóru handritin að streyma til Harvey og hann ákvað að taka að sér eitt erfiðasta hlutverkið sitt á ferlinum í mynd Abel Ferrara, Bad Lieutenant. Þar lék hann á magnaðan hátt spilltan,eiturlyfjasjúkan lögreglufulltrúa sem er að rannsaka nauðgun á nunnu. Þú hefur ekki séð spillta löggu fyrr en þú sérð Harvey Keitel í þessari mynd. Eftir ótrúlega frammistöðu í henni var Keitel komin með stimpil sem alvöru leikari sem tekur að sér flókin og krefjandi hlutverk. Hann lék reyndar í slæmri endurgerð af mynd Luc Besson, Nikita, sem kallaðist Piont of no return þar sem Keitel lék “hreinsarann” Viktor. Þennan karakter endurvakti Tarantino í Pulp Fiction og kallaði hann þá Winston Wolf eða The Wolf.

Áður en hann lék í Pulp Fiction var hann búinn að leika í tveim gæðamyndum. Þær voru Rising Sun sem var gerð af Philip Kaufman og svo var það líka The Piano sem Jane Champion leikstýrði. í Piano sýndi Keitel aðra hlið á sér þar sem hann lék skoskan landnema sem verður ástfangin af mállausri Holly Hunter. Þar kom rómantískari Keitel fram frekar en karlmannlegur ruddi sem hann var vanur að leika. Hann lék svo í mynd eftir Wayne Wang sem kallast Smoke(1995). Þar lék hann vindlabúðareiganda sem hefur tekið mynd af búðinni sinni frá sama sjónarhorni á hverjum degi í mörg ár í einhverjum undarlegum tilgangi. Aftur vann hann með frumlegum og framúrskarandi leikstjóra næst þegar hann lék í mynd eftir Spike Lee sem heitir Clockers. Þá kom hálfgert framhald að Smoke eftir Wayne Wang sem heitir Blue in the face þar sem hann lék sama karakter og úr Smoke. Hann lék svo í mynd sem Tarantino skrifaði en efnilegur leikstjóri sem heitir Robert Rodriguez leikstýrði. Það var splatter hryllingsmyndin From Dusk Till Dawn. Hann hélt áfram í svipuðu léttmeti með myndunum Head above water(sem er endurgerð af sænskri mynd) og City of Industry.

Hann lék á móti gömlum félaga í myndinni Copland. Hún átti sín moment en var ekki nógu heilsteypt. Var hvað frægust fyrir að sína Sylvester Stallone venjulegan og meðaumkunarverðan. Besta mynd Stallone kannski en alls ekki besta mynd Keitel. Hann lék svo aftur fyrir Jane Champion í myndinni Holy Smoke þar sem hann lék á móti Kate Winslet. Þá var komið að stríðsmynd Jonathan Mostow´s sem kallaðist U-571 og fjallaði um hvernig bandamenn reyndu að stela Enigma dulkóðavél þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Keitel lék þar einn af kafbátamönnunum sem fóru í þessa hættuför.
Eitthvað held ég að Keitel hafi verið klikkaður þegar hann samþykkti að leika djöfulinn í ruglgrínmyndinni Little Nicky á móti Adam Sandler. Kannski var það bara að því hann á eftir að leika djöfulinn og vildi tryggja sig. Bæði Al Pacino og Robert De Niro voru búnir að leika djöfulinn þannig að það var komið að honum en ég hefði viljað sjá hann gera það í annarri mynd måske:)
Hann er nýlega búinn að leika í myndinni The Grey Zone, sem er leikstýrð af Tim Blake Nelson(hann var einn af þremenningunum í O Brother, Where Art Thou?). Myndin fjallar um gyðinga sem snúa bökum í aðra gyðinga í gyðingaofsóknum nasista. Næst á dagskrá hjá honum er endurgerðin að Manhunter(eftir Michael Mann) sem heitir Red Dragon. Þar mun Harvey leika Jack Crawford sem er karakterinn sem Scott Glenn lék í Silence of the lambs og Dennis Farina lék í Manhunter. Mótleikarar Keitels í Red Dragon verða Anthony Hopkins,Edward Norton,Ralph Fiennes og Philip Seymour Hoffman.

Eins og þið sjáið á þessi frábæri leikari ótrúlegan feril að baki sér. Hann setur ávallt gæðastimpil í myndirnar sem hann leikur í og er með traustari leikurum í Hollywood í dag ásamt félaga sínum Robert De Niro.

-cactuz