Er ekki kominn tími á gagnrýni sem er ekki eftir NoriGrjot?
Ég tók Batman-maraþon og horfði á 6 nýjustu Batman-myndirnar (fyrir utan teiknimyndirnar) og ákvað að taka smá gagnrýni á þeim.
Í þessari grein tek ég myndirnar sem voru leikstýrðar af Tim Burton: Batman og Batman Returns
Ef það er tekið vel í þetta mun ég líka gera myndirnar sem voru leikstýrðar af Joel Schumacher og Christpher Nolan.
Vil minnast á að allar skoðanir eru mitt álit og ég ofnota orðið villain.
Batman ('89)
Leikstjóri
Tim Burton
Saga/Handrit
Bob Kane, Sam Hamm og Warren Skaaren
Aðalhlutverk
Michael Keaton, Jack Nicholson og Kim Basinger
Söguþráður
Myndin er aðallega um þegar Bruce Wayne (Michael Keaton) er nýbyrjaður sem Batman og er mikil óvissa hvort ætti að treysta honum eða ekki.
Fræg myndatökukona, Vicki Vale (Kim Basinger), kemur til Gotham til að læra meira um Batman sem er nær ósýnilegur öllum en endar á því að verða kærasta Bruce, sem reynir hluta myndarinnar að segja henni að hann sé Batman. Ofan á þetta allt saman er brjálaður glæpamaður sem er kallaður The Joker(Jack Nicholson) svo að reyna að leggja undir sig borgina. Hann drepur fólk með því að setja ákveðin efni (svipað efni og afskræmdi anditið hans) í ýmis konar snyrtivörur, og notast einnig við gas gert úr sömu efnum til að eitra fyrir fólki (eins og hann segir sjálfur: “I am the world's first fully functioning homicidal artist”).
Gagnrýni
Það var verulega mikið af fólki á móti því að Michael Keaton var ráðinn sem Batman og er sumt fólk ennþá á móti. Ég skil það ekki þar sem hann stóð sig frábærlega bæði sem Batman og Bruce og er yfir heildina minn uppáhalds Batman/Bruce. Sem Bruce er hann mjög góður; kurteis og rólegur milljónamæringur en samt heillandi. Hann er þar að auki frábær sem Batman, langdularfyllsti af þeim. Ekki nóg með það að hann er ógnvekjandi án þess að reyna mikið, þá efast ég um að það sé til annar maður sem getur verið brosandi í leðblökubúning og verið ennþá ógnvekjandi. Þar að auki finnst mér líka mjög gott hversu ólíkur hann er því sem maður býst við, sem lætur engan gruna að hann sé í rauninni Batman.
Senuþjófur myndarinnar er Jack Nicholson sem Joker, en hann er sá eini af villainum í Batman mynd sem á það fullkomlega skilið, af þeirri ástæðu að hann sé eini villaininn í þessari mynd (Bob telst því miður ekki með).
Næstum því allt við þennan Joker er frábært, næstum allt sem hægt er að minnast á. Reyndar eru buxurnar ekki að gera sig.
Vil líka bæta við það að hláturinn hans á nokkrum tímapunktum er það frábær að hann nær að toppa Mark Hamill (sem talaði fyrir hann í Batman: The Animated Series).
Ekki besta frammistaða sem Nicholson hefur komið með, en alls ekki slæm.
Aðrir leikarar sem koma fram þarf lítið að tala um nema að þau stóðu sig að mestu leiti vel.
Ég vil líka minnast á að Michael Gough og Pat Hingle sem leika Alfred og James Gordon eru þeir einu sem leika í báðum Tim Burton myndunum og báðum Joel Schumacher myndunum.
Þó sambandið milli Batman og Joker er ekki nærrum því eins og það var í teiknimyndasögunum fannst mér það vera verulega gott. Með endurhvarfinu (flashback) þegar foreldrar Bruce deyja, hittast þeir fjórum sinnum í myndinni.
1: Bruce og Jack Napier þegar Bruce var krakki og Jack var venjulegur ræningi sem drap foreldra hans í misheppnuðu ráni.
2: Batman og Jack Napier. Jack dettur í tank, sökum Batman, sem inniheldur óþekkta efnalausn, sem breytir honum í Joker.
3: Bruce og Joker. Lítið gerist milli þeirra í þessu atriði nema að Joker skýtur Bruce sem hafði sköld innnan á sig svo hann lifði það af. Bruce kemst af því að Joker drap foreldra sinna því hann sagði það sama og hann sagði þá (“Have you ever danced with the devil in the pale moonlight?”)
4: Batman og Joker. Þeir hittast á alla mögulega hætti og stendur þessi sem lengst yfir. Ég vil helst ekki segja hvað gerist þarna, en efast stórlega um að fólk verði fyrir vonbrigðum.
Og í millitíðinni reynir Joker að stela Vicky og Batman eyðileggur áætlanir Joker.
Þó þessi mynd hafi nokkur mjög sérstök atriði þá finnst mér hún vera besta Batman myndin. Söguþráðurinn heldur sér vel út myndina. Á meðan lítið er sagt hvernig Bruce varð að Batman, er mest öll athyglin beind að Joker, og miðað við hvernig hún var í Batman Begins, þá er ég mjög sáttur við það. Þetta er þar að auki eina Batman myndin sem hefur einn villain og er öll einbeitingin að honum, en sumir villain í öðrum myndum hefðu mátt hafa miklu meiri/betri sögu.
Einkunn: 9/10
Batman Returns ('92)
Leikstjóri
Tim Burton
Saga/Handrit
Bob Kane, Sam Hamm og Daniel Waters.
Aðalhlutverk
Michael Keaton, Danni DeVito, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken
Söguþráður
Í þessari mynd eru þrír villainar í staðinn fyrir einn.
Sá fyrsti er Max Shreck (Christopher Walken), spilltur viðskiptamaður sem planar að byggja orkustöð sem dragur orku úr bænum en síðan gengur í liðs við Mörgæsina, eða Penguin.
Síðan er það Selina Kyle (Michelle Pfeiffer), ritari Max sem kemst af áætlun hans og er hent niður af byggingunni sem hún vinnur við, þar sem kettir byrja að sjúga úr henni blóð og breytir henni í Catwoman. Sem Selina er hún verulega taugaóstyrk og auðvelt er að finna fyrir meðaumkun. Samt virðist hún heilla Bruce, þrátt fyrir að Catwoman og Batman séu óvinir. Sem Catwoman er hún brjáluð, aðalega þar sem hún virðist vera á báðum hliðum og veit ekki hvor hún styður. Hún gengur í liðs við Penguin á meðan hún er að hitta Bruce (sem Selina auðvitað)
Síðast en ekki síst er það Penguin (Danny DeVito) líka þekktur sem Oswald Cobblepot. Hann er gefinn langstærstu söguna. Hann fær hjálp frá Max til að leita af foreldrum sínum sem yfirgáfu hann þegar hann var ungur. Þegar hann uppgötvar að þau eru dáin sannfærir Max Penguin um að sækja um sem borgarstjóri (en á millitíðinni hafði hann fengið góða virðingu borgarbúa). Þegar hann er síðan púaður í ræðu, brjálast hann og ákveður að ræna börnum og sprengja hluta af borginni.
Gagnrýni
Mér fannst Gotham virka fullkomlega í Batman, myrk, spillt borg sem er nær helvíti að búa í. En í þessari er hún myrkari en á sama tíma kjánalegri. Fannst til dæmis sumir glæpamenn í þessari mynd líta fáranlega út. McDonalds hættu þar að auki við að framleiða dót tengt myndinni því hún var of gróf og ógeðsleg (ég veit ekki hvort það er góður eða slæmur hlutur, en vil bara koma því fram).
Það sem mér finnst samt verst við þessa mynd er hversu mikið hún einbeitir sér að villainunum og nær ekkert að Batman (og er Keaton verulega lítið í þessari mynd). Það er samt bætt fyrir það því leynirofinn að Batcave og Batman-ljósið er langbest í þessari mynd samanborið við hinar myndirnar.
Ég hef lítið að segja um leik Michael Keaton og Christopher Walken í þessari mynd, þar sem þeir eru ekki það mikið í myndinni. Hafa báðir leikið í öðrum myndum sem sýna betur leikhæfileika þeirra.
Ég hef séð myndir þar sem Danny DeVito hefur leikið betur (þó hann stendur sig engan veginn illa í þessari mynd), en mér fannst útlitið hans vera með þeim bestu sem hafa verið í Batman-myndum, ef ekki með þeim hæstu í ofurhetjamyndum. Þrátt fyrir að mér fannst sagan hans vera allt of mikil fannst hún vera mjög góð. En lokaáætlun hans var aðeins of slæm að mínu mati (ræna frumbuðum borgarinnar og sprengja hluta af henni) en er skiljanlegt miða við að hann er siðblindansti villainin sem hefur komið í Batman (held ég)
Michelle Pfeiffer stóð sig verulega vel, enda var karakterinn hennar mjög fjölbreyttur. Frá verulega aumkunarverðri konu, til fucked up brjálaðar og var skiptandi á milli eftir því sem leið á myndinni. Miða við hvernig hún er, þá veit ég ekki hvor hlið hún styður, eða hvort það séu báðar. Ég gat þar að auki ekki keypt hvernig hún varð Catwoman og fannst fötin hennar vera hræðilega ljót. Og af einhverjum ástæðum létu höfundarnir hana fá 9 líf. Samt sem áður var karakterinn hennar mjög áhugaverður og er að mínu mati besta “love interest” í Batman mynd til þessa.
Sagan yfir heildina var góð, þó endirinn hefði mátt vera betri. Endaði allt of þunglyndislega (sem tónlist Danny Elfman hjálpaði vel).
Ég mæli ekkert sérstaklega mikið með þessari mynd, þar sem fullt af fólki á ekki eftir að fíla hversu myrk og þunglyndisleg hún er, en hún er samt að mínu mati vanmetnasta Batman myndin.
Einkunn: 7/10
Það sem Tim Burton myndirnar hafa umfram hinar myndirnar: Bestu tónlistina (eftir Danny Elfman,) besta Batman/Bruce og bestu Gotham (eingöngu fyrsta myndin
sabbath kveður.