Entrapment Ég sá þessa mynd um daginn(föstudag) og fannst mér hún vera ágæt og því ætla ég að gera grein um hana.
Þessi mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af Jon Amiel(The Man Who Knew Too Little) og var tagline hennar:,,The trap is set.''. Í henni léku Sean Connery(Finding Forrester), Catherine Zeta-Jones(America's Sweethearts), Ving Rhames( Mission: Impossible 2), Will Patton( The Mothman Prophecies), Maury Chaykin(The Art of War) og William Marsh(Saving Private Ryan).

Þessi mynd fjallar um innbrotsþjófinn Robert MacDougal(Sean Connery) sem stelur er undir eftirliti af Waverly tryggingum og er Virginia Baker(Catherine Zeta-Jones) send til hans til að finna málverkið sem hann stal og handtaka Robert McDougal en þeir hjá tryggingafyrirtækinu sáu ekki fyrir að Virginia Baker var einnig innbrotsþjófur ogg hún lítur á þetta sem tækifæri til að fá McDougal til að hjálpa sér með innbrot. En aðstæður fara að breytast þegar McDougal kemst að því að hún er að áforma innbrot sem gæti gefið af sér 8 milljarði bandaríkjadollara.

Mér fannst þessi mynd vera bara ágæt en þó var þetta sígilt hlutverk fyrir gamla James Bondinn(Sean Connery) eins konar kurteis innbrotsþjófur með móðgunarhúmor. Og Catherine Zeta-Jones leikur mjög vel inbrotsþjóf sem leikur báðum skjöldum.
Í þessari mynd var ágætur söguþráður og hún er vel leikin.
Ég gef henni ***/**** því þessi mynd er vel samsett og vel leikin.

,,Virginia “Gin” Baker: Look what you've done to that beautiful car!
Robert ‘Mac’ MacDougal: Thank God it's not mine.''.

kv.
dictato