Ein sú besta sci-fi myndur sem gerð hefur verið.
Helstu leikarar:
The Teminator - Arnold Schwarzenegger
Sarah Connor – Lind Hamilton
Kyle Reese – Michael Biehn
Lt. Traxler – Paul Winfield
Detective Vukovich - Lance Henriksen
Matt – Rick Rossovich
Ginger – Bess Motta
Dr. Silberman – Earl Boen
Myndin fjallar á snilldarlegan hátt um Gereyðandan (Terminator), sem er vélmenni sent úr framtíðinni til að finna konu sem heitir Sarah Connor og drepa hana. Sarah þessi á eftir þó hún viti það kannski ekki strax, að eignast barn sem á eftir að vera mikill herforingi í framtíðinni þegar stríð við vélmenni er sem hæst. Það sem Gereyðandan veit ekki er að mennirnir í framtíðinni visu þettað og það var sendur maður á eftir honum til að stoppa hann.
Þetta snilldar verk er eftir hinn vinsæla leikstjóra James Cameron. Cameron fékk hugmyndina að þessari mynd þegar hann var í Róm við tökur á Pirama 2.
Upprunalega áttir Arnold Schwarzenegger að leika góða manni sem sendur var til að stoppa Gereyðandan en honum líkaði betur við hlutverk Gereyðandan. Cameron líkaði sú hugmynd því hann var í raun ekki sáttur við Arnold í myndinni sem góði gaurinn og vissi ekki hver Arnold hafði áhuga á að leika Gereyðandan þannig að ef Arnold hefði ekki komið með þessa hugmynd til Camerons þá hefði hann ábyggilega aldrei leikið í myndinni.
Aðrið sem voru að leitast eftir hlutverki Gereyðandan er t.d. Lance Henriksen en hann lék í myndinni sem Detective Vukovich. Einnig kom til tals að O.J. Simpson myndi leika Gereyðandan en samkvæmt Cameron árið 1984, þá trúði fólk því bara ekki að svona viðkunnalegu maður eins og O.J. Simpson gæti verið í hlutverki miskunnarlaus morðingja.
Ég sá þessa mynd í sérstakri útgáfu á DVD í Videosafnaranum og ég bara varð að kaupa hana. Þetta er einstaklega vel gerð mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Arnold Schwarzenegger er alveg frábær í þssari snildar mynd. **** af ****
I’ll be back
Freddie