Nei engin undirskrift hjá mér
Íslenskar kvikmyndir...
Mér finnst það ansi magnað miðað við það að íslendingar virðast horfa mikið á kvikmyndir, stunda kvikmyndahús án aflát og leigja videospólur eins og óðir væru hvað við erum kominn stutt á veg í að GERA KVIKMYNDIR! ..Auðvitað hafa komið nokkrar ansi góðar myndir inn á milli en einhvernvegin finnst mér eins og að íslenskur kvikmyndaiðnaður sé enn á byrjunarstigi með suma hluti eins og t.d ég held barasta að ég hafi aldrei sé góða íslenska spennumynd. Það hafa verið gerðar góðar grínmyndir (sem er tiltörulega auðvelt) ágætis dramamyndir en ekki ein góð spennumynd ég meina eins og SPORLAUST…ó mæ god…ekki það að ég ætli eitthvað að fara að rakka hana niður en hún var öömurleg, illa leikin, lélegt handrit og bara algjerlega misheppnuð mynd. Þannig að ég skora á íslenska framleiðendur, höfunda og leikstjóra (þá helst unga) um að reyna að koma saman einni góðri íslenskri spennumynd sem að maður gæti horft á sem spennumynd en ekki bara farið að hlægja að…eða hvað finnst þér?