Waiting For Guffman
Leikstjóri: Christopher Guest
Handrit: Christopher Guest, Eugene Levy,
Ár: 1996
Lengd: 84 mín
Aðalhlutverk: Christopher Guest, Fred Willard, Catherine O'Hara, Eugene Levy, Parker Posey, Matt Keeslar, Larry Miller, Paul Dooley, Lewis Arquette, Linda Kash
Framleiðendur: Karen Murphy, Ginger Sledge,
sbs:
****/****
Áður en að fólk hafði nokkurn tíman heirt um Roswell, þá höfðu geimverur lent í Blaine. Þau lentu ekki bara heldur buðu þær fólki úr bænum í mat, potrétt. Þegar þær fóru skildu þær eftir margar minningar og líka stóran hring, þar sem þær lentu. Í hringnum er alltaf sama veðrið (67 gráður og 40% líkur á rigningu). En Blaine er samt betur þekkt fyrir að vera lendingar staður geimvera, nei, Blaine er stóla höfuðborg bandaríkjanna!
Waiting for Guffman fjallar um samfélagið í Blaine, það á að fara að halda uppá 150 ára afmæli bæjarins og leikhússéníið Corky St. Clair til þess að koma upp sýningu um sögu bæjarins. Corky er vanur leikhúsinu, hann hefur sett upp mörg leikrit, t.d. útgáfu af Backdraft, það var reyndar bara sýnt einu sinni því hann vildi að áhorfendurnir lifðu sig inn í söguna svo hann lét mann brenna dagblöð í loftræstikerfinu. Það taka margir þátt í sýningunni sem ber nafnið “Red, White and Blaine, hjónin Sheila og Ron, þau vinna á ferðaskrifstofu en það hæðnislega er að þau hafa aldrei farið út fyrir bæjarmörkin(nema þetta eina skipti…), tannlæknirinn Allen Pearl sem erfði skemmtanabakteríuna frá afa sínum sem var vinsæll í gyðingaleikhúsum fyrr á öldm, Libby Mea sem vinnur í Dairy Queen og fleiri.
Waiting for Guffman er án efa ein fyndnasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún er leikstýrð og skrifuð af snillingnum Christopher Guest, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í ”This is Spinal Tap“. Hann leikur líka Corky St. Clair alveg frábærlega sem, eins og einhver sagði það ”is-he-or-isn't-he-gay“, hann segist reyndar vera giftur en konan hans hefur sömu tilhneigingu og kona lögreglufulltrúans Columbo, þ.e. hún sést aldrei. Reyndar eru flestir leikararnir alveg fullkomnir í hlutverkum sínum. Eugene Levy er frábær að vanda sem tannlæknirinn Allen Pearl, sem er án efa skemtilegasti tannlæknir síðan Steve Martin í Little Shop of Horrors. Fred Willard og Catherine O'Hara eru óviðjafnanleg sem hjón sem halda að þau hafa hæfileika til leiklistar en hafa hann ekki.
Myndin er næst því að vera fullkomin ádeila á smábæjarlíf í Bandaríkjunum enda hefur Chritsopher Guest sannað sig sem kóngur ”Mockumentary-anna“ með myndunum This is Spinal Tap, Waiting For Guffman og Best In Show.
<a href=”http://www.sbs.is/critic/movie.asp?nafn=Waiting+For+Guffman">Waiting For Guffman</a