GoldenEye GoldenEye

Leikstjóri: Martin Campbell
Handrit: Michael France, Bruce Feirstein, Ian Fleming
Ár: 1995
Lengd: 130 mín
Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Sean Bean, Izabella Scorupco, Famke Janssen, Joe Don Baker, Judi Dench, Robbie Coltrane, Desmond Llewelyn, Samantha Bond, Alan Cumming
Framleiðendur: Barbara Broccoli, Tom Pevsner, Michael G. Wilson

sbs:

***+/****

GoldenEye er ólík fyrri Bond myndum á margan hátt. James Bond hefur verið fluttur frá kaldastríðsárunum yfir í hinn “nýja heim”. Það er komin ný manneskja sem “M”, kona (Judi Dench) og Moneypenny (Samantha Bond) talar um hvort hegðun Bonds sé “kynferðisáreitni”, þó að hún segi það í háflgerðu gríni liggur mikið undir því. Internetið og email er einhvað sem hefur aldrei áður komið til tals í Bond myndum, nema þá í sambandi við einhvað ótrúlegt tæki sem Q hefur fundið upp.

James Bond er í þetta skiptið leikin af Pierce Brosnan. Brosnan er frábær sem Bond, hann sameinar næstum allt það besta úr Sean Connery og Roger Moore, þó að hann verði aldrei eins góður og Conner þá veit hann það allavegana og skapar sinn eigin Bond í staðinn fyrir að herma bara eftir. Í flestum hlutverkum eru komnir nýir leikarar, Samantha Bond leikur Moneypenny. Samantha er nokkuð góð sem Moneypenny, mikið betri en Caroline Bliss var í Living Daylights og Licence to Kill. Judi Dench er hin nýa “M”, hún er mjög góð sem “M”. Í staðinn fyrir Felix(sem missti fæturnar í Licence to Kill) er komin annar CIA fulltrúi, Jack Wade leikin af Joe Don Baker, hann er skemtilgur en ég skil ekki alveg af hverju Joe Don Baker var valinn til að leika hann þarsem hann lék vondakarlinn í Living Daylights!

GoldenEye segir frá því þegar nokkrir rússar, meðal annars fyrrverandi breskur njósnari Alec Trevelyan eða “006” (Sean Bean), ná höndum yfir leynivopni kommúnistanna, Gullaugað. Það virkar þannig að gervihnattatungl sem er tengt risastórum gerfihnattadisk sendir geisla hvar sem er á jörðina og skemmir öll raftæki í 100 m radíús. James Bond fær meðal annara hjálp frá tölvuforritaranum Natalya Simonova (Izabella Scorupco) og fyrrum njósnara KGB Valentin Dmitrovich Zukovsky (Robbie Coltrane) sem ég verð að viðurkenna að er ein af uppáhalds persónunum mínum úr James Bond myndunum. Bond keyrir líka á flottasta bílnum síðan hann keyrði á í Goldfinger, reyndar sami bílinn Aston Martin DB5. Bond fær reyndar líka glænýjan BMW Z3 Roadster frá “Q” en hann fær ekkert tækifræi til að nota hann. Myndin er eins og Bond myndir gerast bestar, hún er full af hasar atriðum, tækni- og sjónbrellum, flottustu bílum sem hafa verið í Bond mynd og fleira.

<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=GoldenEye">Myndir og Fleira</a