Taken (2008)
Leikstjórn: Pierre Morel
Handrit: Luc Besson, Robert Mark Kamen
Aðalhlutverk: Liam Neeson, Famke Janssen, Maggie Grace
Lengd: 93 mín (1 klst. 33 mín)
Verðlaun: Myndin vann engin stór kvikmyndaverðlaun, sem mér fannst alveg voðalega skrýtið…
Þráður
Fyrrverandi CIA njósnari, Bryan Mills (Liam Neeson) hefur hætt störfum í CIA og öllu öðru, aðeins til að geta flutt nær 17 ára gamalli dóttur sinni, Kim (Maggie Grace). Bryan og mamma Kim, Lenore (Famke Janssen) eru skilin, og er Lenore gift aftur. Kim og vinkona hennar þurfa leyfi frá Bryan til að geta farið til París, sem Bryan er mjög tregur til að samþykkja. Á endanum fær Kim leyfi og fer hún með vinkonu sinni til Frakklands. Hún er í miðju samtali við Bryan, þegar hún sér að menn eru búnir að brjótast inn í íbúðina sem hún og vinkona hennar eru í, og er henni rænt af nokkrum mönnum. Bryan fer beinustu leið til Parísar og þar byrjar svakalega spennandi eltingaleikur upp á líf og dauða…eiginlega bara dauða, þar sem Bryan reynir að bjarga Kim frá kynlífsþrældómi. Geðveik spennumynd sem ég vona að enginn hafi látið framhjá sér fara.
Gagnrýni
Taken er hröð, spennuþrungin og skemmtileg mynd. Liam Neeson hefur leikið betur á sinn hátt, en var samt voða harður karakter í þessari mynd. Famke Janssen leikur hundleiðinlegann karakter, og reynir ekki einu sinni að bæta það, með þunglyndislegum orðum og leiðinlegum leik. Maggie Grace leikur skringilega glaðan karakter, sem 17 ára gamla Kim. Hún tekur voðalegar skapsveiflur í myndinni, alveg frá Disneyland stuði niður í þunglyndiskast sem mjög margir fengu eftir að horfa á Titanic. Frá þunglyndiskastinu aftur í Disneyland og þaðan í voðalega reitt skap, sem ekki er hægt að lýsa. Leikstjórn er ekki 5 stjörnu virði, en samt, flest atriðin eru mjög vel sett upp, en önnur eru bara eins og lélega sett upp leikrit.
Taken fær 8 af 10 mögulegum frá mér. Flest atriðin vel sett upp, og já, eins og áður, inniheldur hún skemmtigarðinn Famke Janssen… ekki góð ákvörðun að hafa þessa elsku í kvikmynd.