Myndin sem kom með nokkra gullmola eins og “My moma always said life is like a bo of chockolates. You never know what your gonna get” og “Run Forrest Run”
Það er ekki það langt síðan um þessa mynd var skrifað hér á huga.is að ég tel mig ekki þurfa að kynna leikstjóra og leikara.
Nú horfði ég á þessa mynd á ný vegna mikillar gagrýni sem ég hlaut við skoðanir mínar á þessari mynd.
Myndin Fjallar um Forrest Gump, sem er andlega fatlaður og í hvernig ljósi hann lítur á heiminn. Í byrjun myndarinar er Forrest á bekk og fer að segja sögu sína. Hún byrjar þegar hann er ungur drengur sem býr með móður sinni á gistiheimili sem hún rekur og hann er í spelkum á þeim tíma. Hann hittir Elvis og er víst Forrest ástæðan fyrir því að Elvis hafi dansað svona með fótunum. Síðan kynnist hann stelpu sem verður eftir vinur hans og frá því miðpunktur í lífi hans. Síðan eldist Forrest og verður t.d. góður í fótbolta, stríðshetja, góður í borðtennis og síðast en ekki síst þá hleypur hann yfir Bandaríkin. Út frá því kemur hann með tvær góðar hugmyndir á meðan hann er að hlaupa, sem er “shit happens” og broskallinn.
Myndin fer út í öfga með það að láta hann vera heimskan en samt frábæran í öllu sem hann leggur sér fyrir. Í myndinni er reynt að troða eins mikið af sögu bandaríkjana allt frá Elvis upp í fall Nixon. Hún er óraunhæf, langdregin og á allan hátt OFMETIN (ætli hún hafi ekki fengið alla þessa athygli því að lúserarnir sjá sjálfan sig í Forrest).
Myndin fékk á sínum tíma 6 óskarsverðlaun og þar á meðal besta myndin, fram fyrir myndir á borð við Pulp Fiction og Shawshank Redemtion sem er alveg út í hött. Að mínum mati átti hún EKKI skilið nema 2-3 af þessum verðlaunum, sem er fyrir tæknibrellur sem voru mjög fínar, klippingu sem var alveg til prýðis í þessari mynd og síðan fyrir besta leik í aðalhlutverki. Tom Hanks átti alveg ágætisleik í myndinni. Samt er ég ekki viss um hvort hann eða John Travolta hafi átt meira skilið að fá stittuna góðu. Aftur á móti átti myndin ekki skilið lof fyrir leikstjórn sem var í raun ekki neitt. Ég meina leikurinn var bara Tom Hanks búið.Síðan var handritið líka ekkert sérstakt.
Ég veit að mörgum finnst gaman af þessari mynd og það er allt í lagi. Aftur á móti á ég rétt á minni skoðun og leit sérstaklega á þessa mynd á ný því að skoðun mín hlaut mikið gagrýni. Það eina sem gerðist við að horfa aftur á þessa mynd var staðfesting á skoðun minni og ég fann atriði til að rökstiðja mína skoðun. Ég veit líka að ég er ekki einn um þessa skoðun. Tékkið bara á Maltin.
Maltin **1/2 af ****
Freddie ** af ****