Never Say Never Again Never Say Never Again

Leikstjóri: Irvin Kershner
Handrit: Kevin McClory, Jack Whittingham, Ian Fleming
Ár: 1983
Lengd: 134 mín
Aðalhlutverk: Sean Connery, Max von Sydow, Kim Basinger, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Bernie Casey, Alec McCowen, Edward Fox, Pamela Salem, Rowan Atkinson
Framleiðendur: Jack Schwartzman, Kevin McClory,

sbs:

***/****

Árið 1983 var sérstaklega gott ár fyrir James Bond aðdáendur, afhverju, jú það komu út tvær Bond myndir. Ein frá MGM, Octopussy með Roger Moore og ein frá Warner Bros, Never Say Never Again með Sean Connery. Ástæðan fyrir þessu er að áður en Ian Fleming seldi kvikmyndaréttin á Dr. No þá hafði hann unnið að kvikmyndahandriti með manni að nafni Kevin McClory. Handritið fjallaði um James Bond að berjast við ofurillmennið Blofeld og SPECTRE, Blofeld hafði stolið tveim kjarnorkuoddum og hótaði að sprengja þær ef hann fengi ekki það sem hann vildi. En áður en þeir náðu að klára það hættu þeir við það. Stuttu seinna skrifaði Fleming bókina, Thunderball, sem var byggð á handritinu. Þá fóru af stað miklar lögsóknir sem enduðu með því að Kevin leifði Albert Brocoli að gera Thunderball og að hann fengi 20% að hagnaði myndarinnar, það var líka í samningnum að hann mundi ekki gera mynd byggða á handritinu næstu 10 árin. En árin liðu og margar lögsóknir flugu á milli Alberts og Kevins, þangað til árið 1983 þegar Kevin hitti Jack Schwartzman í Warner Bros, Jack fjármagnaði lögfræðingagjöldin hans Kevins og á endanum fengu þeir réttin á að gera Bond mynd. Sean Connery fékk mikin áhuga á henni og loks samþykkti hann að leika James Bond aftur. Útkoman varð Never Say Never Again.

Í myndinni er Bond orðinn gamall(rétt 53 reyndar, Roger Moore var 56 þegar hann lék í Octopussy). Það er komin nýr “M”(Edward Fox), sem hefur lítið not fyrir “00” njósnarana. Hann er líka alveg óþolandi mikið breskur. Það er líka nýr “Q” (Alec McCowen) sem er svipað leiðinlegur og nýi “M”. Raunar er allt M16 liðin helber skömm fyrir hið raunverulega leikaralið í UA/MGM myndunum. Allavegana sendir “M” Bond á heilsuhæli þar sem hann á að koma sér í form aftur. Hann kemst að því að Blofeld og hægri hönd hans Largo, hafa stolið tveim kjarnorkuoddum, þeir hóta að sprengja þeir upp ef þeir fá ekki nokkuð stóra upphæð. Bond kynnist Domino (Kim Basinger) kærustu Largos og er þetta hlutverkið sem Kim Basinger varð fræg fyrir.

Max von Sydow sem Blofeld er ekkert líkur fyrrum Blofelds, hann hefur skegg og mikið hár og er eiginlega bara gamall maður með kött. En það er mjög skemtilegt að sjá Rowan Atkinson sem Nigel Small-Fawcett, mann sem hjálpar Bond mikið. Never Say Never Again er ekki eins góð og Thunderball en Sean Connery er jafn góður og hann var, ef ekki betri. Kevin McClory hafði lengi lofað fleiri Bond myndum og hefur lengi verið í réttarsal útaf þeim. En fyrir stuttu gafst hann upp og gaf UA/MGM allan rétt á James Bond.

<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Never+Say+Never+Again">Myndir af Kim Basinger og fleira</a