Dr. No Dr. No

Leikstjóri: Terence Young
Handrit: Richard Maibaum, Ian Flemming
Ár: 1962
Lengd: 110 mín
Aðalhlutverk: Sean Connery, Ursula Andrews, Lois, Maxwell, Bernard Lee
Framleiðendur: Albert R. Broccoli, Harry Saltzman


sbs:
***+/****

Ef ekki er tekið með sjónvarpsþættinum Casino Royale (1950), þá er Dr. No fyrsta skiptið sem James Bond kom á filmu. Ian Flemming vildi fá David Niven en framleiðendurnir, Harry Saltzman og Albert Broccoli vildu hafa Bond fyrir alla, ekki bara aðdáendur bókarinnar. Hann átti að vera fyndnari og “smeðjulegri” og ekki eins kaldrifjaður, þó að hann er miklu kaldrifjaðari hér heldur en hann varð í næstu myndum og er ekkert líkur Bondinum sem Roger Moore lék 11 árum seinna. Þeir vildu helst fá Cary Grant til að leika hann en hann vildi bara skrifa undir samning fyrir eina mynd, þeir vildu þá fá Roger Moore en hann var undir samningi fyrir The Saint, loks varð fyrsætan skoska Sean Connery fyrir valinu og þrátt fyrir að George Lazenby, David Niven, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan hafa leikið hlutverkið þá stendur hann oftast upp úr sem hinn eini sanni Bond.

Þegar Bond fer til Jamaiku eftir að annar njósnari hvarf þar. Hann hittir þar CIA fulltrúan Felix Leiter(sem kemur fram í nokkrum fleiri Bond myndum) og Quarrel (John Kitzmiller) bátseiganda sem hjálpaði njósnaranum sem hvarf að komast á litla eyju sem er í eigu dularfulls vísindamanns, Dr. No. Bond fer á eyjuna og hittir þar Honey Rider og þau lenda svo í klóm Dr. No, sem vinnur hjá SPECTRE(Special Executive for Counterintelligence Revenge and Extortion) og stefnir á heimsyfiráð.

Í myndinni eru flestar persónurnar kynntar, “M” (Bernard Lee), fröken Moneypenny (Lois Maxwell), Felix Leiter (Jack Lord) en maður saknar reyndar Desmond Llewelyn sem “Q” en í Dr. No er er hann bara kallaður eftir nafninu sínu, Major Boothroyd og er leikin af Peter Burton. Hann kemur bara fram í einu atriði til þess að láta Bond fá nýa byssu, Walther PPK sem að Bond gengur ennþá með. Myndin er raunverulegri en flestar Bond myndirnar, Bond hefur engin tæki frá Q til að hjálpa sér, hann verður að sýna eigin gáfur(í einu atriðinu þarf hann að vera í kafi og hann notar hola grein til að anda). Bond er líka barinn í einu atriðinu og það sjást skrámurnar á honum. Fyrsta Bond stelpan og án efa frægasta, Honey Rider (Ursula Andress) setur standardinn sem hefur verið seinustu 40 ár hjá Bond stelpunum. Dr. No er löngu orðin klassísk mynd í kvikmyndasögunni, fyrsta myndin af vinsælustu kvikmyndaseríu sem gerð hefur verið. Það eru 40 ár síðan hún kom út og hún er enn frábær.