“The Usual Suspects”
Lengd: 106 mínútur.
Leikstjóri: Bryan Singer.
Handrit: Cristopher McQuarrie.
Aðalhlutverk: Gabriel Byrne,
Kevin Spacey, Benicio Del Toro
og Stephen Baldwin.
Framleiðsluár: 1995.
Framleidd af: Polygram Filmed
Entertainment.
Tegund myndar: spennumynd.
Aldurstakmark: bönnuð innan 16 ára.
Gagnrýnendur:
imdb.com 8,7 af 10.
kvikmyndir.is 8,9 af 10.
goldy *****/*****
“Hinir Vanalegu Grunuðu” eða eins og Ameríkanarnir myndu segja það á sínu ástsæla, hilhýra: “The Usual Suspects”, er án efa í topp fimm hjá mér (ásamt “Forrest Gump”) og líklegast hjá flestum ykkar ef að þið hafið góðan smekk á kvikmyndum. Bryan Singer (leikstjóri) var ekkert sérstaklega frægur þegar hann kom með fyrstu mynd sína “Public Access”, árið 1993 aðeins 27 ára að aldri. En þrem árum seinna koma hann með þessa líka stórkostlegu mynd (að margra mati bestu plott-mynd sögunnar) “The Usual Suspects”. Var hún strax mjög vinsæl og er hún núna (27. febrúar 2002) t.a.m. í 16. sæti á imdb.com yfir bestu myndir allra tíma og telst það býsna gott á þeim bænum. Þessi ungi leikstjóri kom í kjölfarið (árið 1998) með hina allt-í-lagi-mynd “Apt Pupil”, með Ian McKellan og Brad Renfro í titilhlutverkum. Árið 2000 kom hann svo með hina annað-hvort-hræðilegu-eða-frábæru-mynd, “X-men”, með Hugh Jackman, Ian McKellan og Halle Berry í aðalhlutverkum. Hann mun svo að öllum líkindum koma með framhald af þeirra mynd og mun hún heita “X2” og kemur hún einhvern tíma á næsta ári. Singer er ekki nema 36 ára og á hann margt eftir kallin sá.
Kevin Spacey (Kevin Spacey Fowler) er frábær leikari, það þarf ekkert að tala neitt meira um það. Hann fæddist þann 26. júlí 1959 í South Orange í New Jersey í Bandaríkjunum. Í fyrstu mynd sinni lék hann neðanjarðarþjóf og hét myndin, “Heartburn”, og kom hún út árið 1986. Fyrsta myndin sem ég man eftir honum var myndin “Iron Will” (1994), en eftir þá mynd koma heil runa af skemmtilegum og óvæntum myndum, s.s. “Outbreak”, “Se7en”, “A Time To Kill”, “L.A. Confidential”, “Midnight In The Garden Of Good And Evil”, “The Negotiator”, “Hurlyburly”, “A Bug´s Life” (þar talaði hann fyrir Hopper), “American Beauty”, “Ordinary Decent Griminal” og “K-PAX”. Nýjasta mynd þessa snillings mun vera “Austin Powers 3” og eftir henni munum við sjá hann í mynd eftir Alan Parker (“Bugsy Malone”, “Birdy” og “Evita”) sem mun heita “The Life of David Gale”.
“The Usual Suspects” fjallar í grófum dráttum um þá fimm menn; Dean Keaton (Gabriel Byrne), Roger Kint (Kevin Spacey), Michael McManus (Stephen Baldwin), Fred Fenster (Benicio Del Toro) og loks Dave Kujan (Chazz Palminteri) og telur lögreglan að einhver af þeim hafi átt þátt í sprengingu í bát í San Pedro bryggjunni og fundust þar 27 lík og fíkniefni að verðmæti 91 milljón dollara (9.191.000.000 íslenskar krónur). Leitin að Keyzer Soze er hafin. Hver er hann? Af hverju er hann hann? Hvað er hann? Er hann mennskur? Er hann af æðri stofni en við mannfólkið? Er hann Dean Keaton? Eða Roger Kint? Eða Michael McManus? Eða Fred Fenster? Eða kannski Dave Kujan? Öllum þessum spurningum og fleiri til verða svarað í þessari frábæru mynd. Myndin er ekki bara þetta magnaða plott, heldur er einnig leikurinn hreint út sagt frábær, leikstjórnin í góðum höndum, tónlistin er magnþrungin og spennandi og svo loks handritið (eftir Cristopher McQuarrie (“The Way of the Gun”)) er alveg yndislega frábært og skothelt. Ég mæli með að þú, lesandi góður, takir þessa mynd á kasettuleigu og horfir á þessa mynd aftur og aftur og aftur, þótt að þú sért búinn að sjá hana.
Takk frábærlega fyrir mig,
goldy