Myndin er byggð á sögu Peter Hedges og er um Gilbert Grape (Johnny Depp) sem er einangraður í smábæ í Endora og fjölskyldu hans. Bróðir hans Arnie er þroskaheftur (leikinn af Leonardo DiCaprio), mamma hans er alltof feit og hefur ekki farið úr húsi síðan maður hennar hengdi sig i kjallaranum og systir hans er á gelgjuskeiðinu. Alla ævi sína hefur Gilbert þurft að sjá um fjölskyldu sina, sækja Gilbert úr einhvers konar turni, sem bróðir hans lofar alltaf þegar Gilbert sækir hann að klifra aldrei þar upp en stendur aldrei við það. Lífið er ekki mjög eftirsóknarvert hjá aumingja Gilbert fyrr en ung kona að nafni Becky (Juliette Lewis) og mamma hennar koma á hjólhýsi. Gilbert verður þá ástfanginn af henni og byrjar lífið að brosa við honum. En eins og hjá flestum kemur alltaf eitthvað uppá sem á eftir að erfiða lífið hjá þeim.
Johnny Depp sýnir nánast alltaf frábæran leik og er mjög góður í hlutverki sínu. Og Leonardo sýndi líklega sinn besta leik þarna því hann bjó til persónuna Arnie. Leo spann mikið upp í senum með Arnie og varð leikstjórinn mjög hrifinn af því. En það munaði ekki miklu að Leo yrði ekki í myndinni því leikstjórinn hélt að útlit Leo's myndi trufla áhorfendur og beina augum þeirra að því. Þess má líka geta að Darlene, móðir Grape fjölskyldunnar fannst í þætti ‘Too Heavy to Leave their House’ og var þá fengin til að leika í myndinni.
Meðan á einni töku stóð þegar engispretta átti að verða drepin (í myndinni) var Dýraverndunarráðið á staðnum til að tryggja að hún yrði ekki drepin. En Leo túlkaði þetta ekkert annað en að drepa engisprettuna bara í alvöru, og gerði hann það, Dýraverndunarráðinu til amar. Og fannst Leo þetta alveg fáránlegt og að þetta fólk ætti frekar að beina þessum áhyggjum að fólki sem ætti bágt. Ég get ekki verið annað en sammála honum. Meðan Leo var ekki að hneykslast og taka upp eyddi hann mestum sínum tíma ofan á trampólíni og fíflast. Leo var mjög hræddur um að áhorfendur myndu líta á Arnie sem andstyggilega persónu en varð svo hissa þegar allir elskuðu hann Arnie. Myndin átti fyrst að vera um sambandið milli Gilberts og Becky. En sterkur meðleikur Leonardos og Darlene gerði myndina um þessa fjölskyldu. Ég mæli mikið með þessari mynd, hún kemur manni í gott skap.
'Life is Terrible Thing to Sleep Through'