The Spy Who Loved Me Leikstjóri: Lewis Gilbert
Handrit: Richard Maibaum, Christopher Wood
Ár: 1977
Lengd: 124 mín
Aðalhlutverk:
Roger Moore, Barbara Bach, Curt Jurgens, Richard Kiel, Caroline Munro, Desmond Llewelyn
Framleiðendur: Albert Broccoli

sbs:
***1/2 /****

Af þeim sjö Bond myndum sem Roger Moore lék titil hlutverkið í, er þriðja myndin, The Spy Who Loved Me sú besta. Roger Moore er orðin vanur að leika Bond og gerir það næstum eins vel og Sean Connery gerði. En það sem gerir Roger góðan sem Bond er að hann veit að hann er ekki Sean, hann gerir Bond að sinni persónu, reynar er Roger sem Bond lengst frá þeim Bond sem Ian Fleming skapaði, en það var samt betra en það sem George Lazenby gerði í On Her Majesty's Secret Service þar sem hann reyndi aðalega að herma eftir Connery.

The Spy Who Loved Me fjallar um ofurvondakarlinn Stromberg (Curt Jurgens) , hann hefur stolið 2 kafbátum sem geyma kjarnorkusprengjur, einum frá Sovetríkjunum og einum frá Bretlandi. Hann ætlar sér að nota sprengjurnar til að byrja þriðju heimstyrjöldina. Með því að sprenja upp New York og Moskvu. Eftir styrjöldina ætlar hann að ráða yfir hinum nýja heimi, sem verður neðarsjávar. Aðstoðarmaður Strombergs er Jaws (Richard Kiel), án efa vinsælasti óvinurinn, hann hefur járn tennur og getur rifið í sundur bíla, drepið hákarla, klippt í sundur keðjur. Það er gaman að fylgjast með hvernig Bond nær að koma sér út úr bardögunum við Jaws þar sem að Bond hefur ekki roð við hann líkamlega séð.


Í þetta sinn fer Bond ekki einn síns liðs að berjast við óvinina, hann fær hjálp frá rússneska njósnaranum “Triple X” eða Major Anya Amasova (Barbara Bach). Q (Desmond Llewelyn) færir honum auðvitað tæki, t.d. nýjan bíl, hvítan Lotus sem getur orðið að kafbáti. Það eru mörg flott atriði í myndinni, eitt flottasta var rétt áður en titillagið var spilað í byrjuninni, Bond fer á skíðum framm af bjargi, hann svífur í loftinu, hendir frá sér skíðunum og opnar fallhlíf sem er risastór breskur fáni. Áhættuleikarinn Rick Sylvester fékk um þrjátíu þúsund dali fyrir að leika þetta atriðið og var það vel þess virði.

Það er mikill húmor í myndinni, skopstælð atriði úr myndum eins og Jaws og Lawrance of Arabia. Hún er mjög góð og vel gerð. Má nefna að eftir að myndin var sýnd í Bretlandi seldust upp allir hvítir Lotus bílar og sagt er að sumir hafi farið á þriggja ára biðlista eftir bíl

<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=The+Spy+Who+Loved+Me">Meira um The Spy Who Loved Me</a