Ég sá þessa mynd fyrr í dag(þriðjudag) og ætla ég nú að skrifa grein um hana og hún hljóðar svo.
Þessi mynd var gerð árið 1998 og var leikstýrt af Gary Ross(Big) og var tagline hennar:,,Nothing is as simple as Black and White.''.
Í henni léku Tobey Maguire(Spiderman), Reese Witherspoon(Election), Jeff Daniels(My Favourite Martian), Joan Allen(The Contender), William H. Macy(A Slight Case Of Murder), J.T. Walsh(Good Morning Vietnam), Don Knotts( Cats Don't Dance) og Marley Shelton(Valentine).
Þessi mynd fjallar um strák að nafni David Wagner(Tobey McGuire) sem er með gamla sápuóperu sem heitir Pleasantville á heilanum. En dag einn þegar hann ætlar sér að horfa ás daglangt Marathon með uppáhaldsþættinum sínum(Pleasantville) þegar hann og systir hans fara að rífast um fjarstýringuna og brjóta hana. En þá alveg upp úr þurru kemur sjónvarpsviðgerðarmaður og býðst til að gera við sjónvarpið og lætur hann hafa sérstaka fjarstýringu sem dregur þau tvö inn í svarthvítabæinn Pleasantville. Þar valda þau miklum usla sem leiðir til að allur bærinn verður í lit. En eins og öll ævintýri endar þetta vel fyrir alla.
Þetta var svo sme ágæt mynd sem hefur þann boðskap að fólk þarf ekki alltaf að fylgja reglum samfélagsins. Það var hinsvegar flott hvernig myndin var bæði í lit og í svarthvítu. Einnig var þetta frábær leikur hjá Tobey McGuire og Reese Witherspoon.Góður sögþráður sem hentar fyrir hvers kyns myndir. Ég gef þessari mynd **+/**** því að þessi mynd er mjög góð afþreying.
,,Jennifer/Mary Sue Parker: I knew you'd pay a price for this. I knew you couldn't be so hopelessly geek-ridden for so long without suffering some really tragic consequences.''.
kv.
dictato