Goodfellas (1990)
Leikstjóri: Martin Scorsese
Handrit: Martin Scorsese, Nicholas Pileggi
Aðalhlutverk: Robert DeNiro, Ray Liotta, Joe Pesci, Lorraine Bracco
Lengd: 148 mín. (2 klst og 28 mín.)
Verðlaun: Vann 1 Óskarsverðlaun og tilnefnd til 5 annara.
Goodfellas er glæsilega gerð mafíósamynd. Í stuttu máli segir hún frá 3 “gangsterum” á þriggja áratuga tímabili.
Henry Hill (Ray Liotta) er 15 ára gamall strákur sem býr í Brooklyn, New York árið 1955. Hann tekur mafíósanna sem búa í sama hverfi og hann til fyrirmyndar og segist vilja verða “Gangster”. Hann fer að vinna hjá Paulie Cicero við að leggja bílum sem hátt settir glæpamenn eiga. Paulie og Jimmy Conway (Robert DeNiro) hjálpa Henry að fá sitt orðspor hjá öðrum glæpamönnum. Henry kynnist líka ungum strák, Tommy DeVito (Joe Pesci), álíka gamall og Henry. Tommy reynist hins vegar skapstór og klikkaður í hausnum.
21 árs gamall kynnist Henry gyðingastelpu sem heitir Karen. Karen veit af glæpaferli Henry, og er fyrst óstyrk um að vera í kringum hann og vini hans. Þau giftast svo.
Tommy fer að klikkast meira og meira eftir því sem myndin líður, til dæmis slátrar hann meðlim mafíunnar, Billy Batts, með berum höndum. En vegna þess að Billy var meðlimur í mafíunni, mátti ekki leggja hönd á hann, en Tommy drap hann, því að Billy hafði verið að gera lítið grín að Tommy. Tommy drepur líka saklausann barþjón, sem var líka lærlingur Jimmy.
Henry fer á næstu árum að halda framhjá konu sinni og sniffa kókaín. Hann og Jimmy eru sendir til að taka fé af einum manni, en fara í fangelsi fyrir vikið. Henry er sleppt árið 1978, hann, Jimmy, Tommy og aðrir fremja eitt stærsta rán sögunnar. Mjög margir fara að kaupa mjög dýra hluti, sem gera Jimmy mjög pirraðann. Hann lætur því drepa mjög marga sem tóku þátt í ráninu fyrir vikið. Nokkru síðar er Tommy drepinn sem hefnd fyrir að hafa drepið Billy Batts.
Árið 1980 er Henry orðinn taugaóstyrkur, farinn að nota mikið meira af kókaíni en áður, og farinn að raka inn pening í litlum dópsölum. Hann er tekinn og sentur í fangelsi í smátíma. Þá er hann allslaus, og getur lítið annað gert en farið í Vitnaverndun. Hann þarf fyrir það að lifa restina af lífinu sínu sem venjulegur maður, náttúrulega óvanur því.
Ég gef myndinni 8.5 af 10. Það væri hægt að stytta nokkur rifrildi í myndinni, og fyrir vikið stytt myndina sjálfa um u.þ.b hálftíma. Leikstjórn Martin Scorsese er mjög góð, enda fékk hann Óskarstilnefningu fyrir, og flestir leikarar standa sig vel í sínum hlutverkum. Hægt væri að bæta lýsingu, en annars er myndin mjög góð.
Ég þakka, og vona að ykkur líki viðþ