“The Count of Monte Cristo”
Lengd: 120 mínútur.
Leikstjóri: Kevin Reynolds.
Handrit: Alexandre Dumas og
Jay Wolpert.
Aðalhlutverk: Guy Pearce, James
Caviezel, Richard Harris, Dagmara
Dominczyk og Luis Guzmán.
Framleiðsluár: 2002.
Framleidd af: Count of Monte Cristo Ltd.,
Spyglass Entertainment, World 2000
Entertainment Ltd.
Tegund myndar: Spennutryllir/spennumynd.
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.
Gagnrýndendur:
imdb.com 7,9 af 10.
kvikmyndir.is 7,9 af 10.
goldy ***/*****
Gerðar hafa verið fjölmargar myndir um “Greifann af Monte Cristo”, tíu talsins. Að þessu sinni tekur hinn djarfi leikstjóri, Kevin Reynolds, við stjórninni og reynir að túlka söguna á sinn hátt. Þessi mynd er níunda í röðinni hjá Reynolds en hann hefur áður leikstýrt hinni vægast sagt umdeildu mynd “Robin Hood:The Prince of Theives” (goldy **/*****) með Kevin Costner, Morgan Freeman og Christian Slater í aðalhlutverkum og fannst mér sú mynd frekar leiðinleg. Árið 1995 kom hann með hina hörmulegu og jafnframt dýrustu mynd allra tíma (á þeim tíma) “Waterworld” (goldy 1/2/*****) með hinum geisilélega leikara Kevin Costner í aðalhlutverki enn og aftur. Kevin Reynolds tók greinilega eftir því að Kevin Costner er, og hefur eiginlega alltaf verið, lélegur leikari (þó að skírnarnafn þeirra beggja sé það sama). Þannig að hann ákvað að gera mynd eftir hinn geisivinsæla höfund, Alexandre Dumas og hafa einhverja aðra leikara en Kevin Costner. Dumas skrifaði söguna um “Greifann af Monte Cristo” (eða á frummálinu “Le Comte de Monte Cristo”) árið 1800 og e-ð. Það hafa verið gerðar gasalega margar myndir eftir þennan franska höfund og má m.a. nefna “The Three Musketeers”, “The Man in the Iron Mask” og “The Musketeer”.
Sunnudaginn 24. febrúar 2002, ákvað ég að bjóða kærustunni (í tilefni konudagsins) á myndina “The Count of Monte Cristo” og forum við á slaginu átta á þessa mynd í Kringlubíó (og mega Sambíomenn fara aðeins að lækka verðið á gosdrykkjum og sælgæti, og athuga að hitastigum í sölum sínum (það var ískalt inn í salnum)).
**Þeir sem vilja ekki vita um byrjun myndarinnar og aðdraganda hennar ættu ekki að lesa áfram**
“The Count of Monte Cristo” gerist í Frakklandi og á Ítalíu á tímum Napóleons Bónabarté. Edmond Dantés (James Caviezel) og æsku vinur hans Fernand Mondego (Guy Pearce) hafa lifað tímana tvenna. Dantés á fagra kærustu að nafni Mercédés Iguanada (Dagmara Dominczyk) og lifa þau hamingusöm í hinni stóru hafnarborg í Frakklandi, Marseilles. Eða allt þar til Dantés og Mondego fara til Elbu (eyja fyrir vestan Ítalíu og ég get fullvissað ykkur um að þetta er mjög falleg eyja (eða allavegana þegar ég var þar)). Dantés tekur þar við bréfi frá Napóleon “keisara” Bónaparté og lofar því að segja engum frá því að hann hafi fengið þetta bréf. Napóleon sagði að maður að nafni Clarion muni hitta hann og þá mun Clarion taka við bréfinu. Mondego og Monsieur de Villefort (James Frain) komast að því að Dantés sé með leynilegt bréf sem skiptir miklu máli um valdatíð Napóleons. Þeir handsama Dantés (þó að Dantés hafi ekkert vitað um að þetta bréf hafi skipt svona gríðarlega miklu máli) og er hann dæmdur fyrir landráð. Dantés er sendur út til fangelsisins á Chataeu d´If (Kastalaeyjan) og má hann dúsa þar um ókomna framtíð. Hins vegar fær kærastan hans bréf um að hann hafi verið líflátinn. Dantés hittir fyrir í fangelsinu hinn aldna og lúna fanga, Abbé Faria (Richard Harris). Ég ætla nú ekkert að fara meira út í söguþráð myndarinnar að svo stöddu máli.
**Þeir sem vildu ekkert vita um byrjun myndarinnar og aðdraganda hennar mega halda áfram að lesa hér**
Leikararnir standa sig svo sem prýðilega og stand þá upp úr þeir mjög svo góðu leikarar, Luis Guzmán (“Traffic”, “Magnolia”, “Snake Eyes” og “Out of Sight”), Richard Harris (“Harry Potter and the Philosopher´s Stone”, “Gladiator”, “Unforgiven” og “Patriot Games”) og Guy Pearce (“L.A. Confidential”, “Rules of Engagement”, “Memento” og “The Time Machine”). Eiga þeir góðan dag og sínir Richard Harris enn og aftur hversu “brilliant” leikar hann er. James Caviezel (“The Thin Red Line”, “Frequency”, “Pay it Forward” og “Angel Eyes”) og Dagmara Dominczyk (“Keeping the Faith” og “Rock Star) eiga hins vegar frekar slakan dag og gef ég þeim aðeins tvær stjörnur fyrir leik þeirra.
Myndatakan er flott en spennan nær ,finnst mér, aldrei nógu góðu jafnvægi. Þótt að leikurinn hafi verið góður þá fannst mér hann svo ótrúverðugur. Ég er ekkert nema nokkuð sáttur með þessa mynd og mæli ég með því að folk skreppi á þessa mynd ef að það hefur ekkert að gera og það hefur séð flest allt annað í bíóhúsum nú til dags.
Takk fyrir,
goldy