Jason X
Leikstjóri: James Isaac
Handrit: Todd Farmer
Ár: 2002
Lengd: 93 mín
Aðalhlutverk:
Kane Hodder, Lexa Doig, Lisa Ryder, Jonathan Potts, Melyssa Ade
Framleiðendur: Noel Cunningham, Sean S. Cunningham, James Isaac
sbs:
**/****
Það eru 22 ár síðan Friday the 13th kom út, hún varð mjög vinsæl, þó ekki eins og framhaldið en í því kom Jason Voorhees fram og varð mjög vinsæll. Lengi var ætlunin að skella Jason og Freddy Krueger(úr A Nightmare on Elm Street) saman í eina mynd en þegar það gekk ekki upp var ákveðið að Jason fengi allavegana að koma einu sinni aftur og úr varð JASON X.
! SPOILER BYRJAR !
Myndin byrjar á því að einhverjir vísindamenn eru að skoða Jason. Þeir hafa náð honum eitthvernvegin og hafa reynt að drepa hann á allavegu(honum var gefið eitur, hann var brenndur, settur í rafmagnstólinn, sprengdur upp og meira að segja hengdur!). En ekkert virkaði svo að núna á að djúpfrysta hann á meðan að vísindamenn finni leið hvernig hægt sé að drepa hann. En bandaríski herinn hefur ákveðið að einhver sem getur ekki dáið eigi að vera rannsakaður í gegn. Það endar nátturulega þannig að Jason sleppur og drepur hermennina en aðalvísindamaðurinn nær að frysta hann en frystir sig óvart í leiðinni.
460 árum seinna finnur hópur geimfara þau(ætli engin hafi vitað af rannsóknarstofunni sem þau voru í?). Þeir fara með þau upp í geimferjuna sína og stefna á Jörð 2(jörð 1 er löngu dauð). Jason vaknar auðvitað upp og fer að drepa alla geimfarana, það endar með því að kvenvélmenni sprengir hann í tættlur. En Jason deyr ekki ráðalaus. Pínu lítil skordýr sem eru notuð til að lækna fólk, fara á hann og hann vaknar til lífs síns. Núna er helmginurinn af honum úr járni og hann hefur fengið nýa, flottari grímu. Ég ætla ekki að segja hvernig það endar allt saman.
! SPOILER ENDAR !
Jason X er dýrasta Friday the 13th myndin, kostaði rúmar 14 milljónir dala og það sést alveg. Það er mikið um tækni- og sjónbrellur en betur hafði verið að eyða peningnum í betri leikara. Hún er hræðilega illa leikin, hvort að leikararnir hafi lært að leika með því að horfa á eldri Friday myndir, það gæti allavegana vel verið. Kane Hooder er nátturulega eins góður og hann getur sem Jason en hlutverkið Jason, ólíkt Freddy Krueger eða Hannibal Lecter, er auðútskipt, það tæku fáir eftir því ef að einhver annar kæmi í staðinn fyrir Kane. Tónlistin er frekar slöpp og söguþráðurinn er blanda af Alien Ressurection og Critters 4. En þrátt fyrir það er þetta besta Friday the 13th myndin, kanski er það ekki mikið sagt en það er samt eitthvað.
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum í Apríl 2002, svo hún ætti að koma til okkar í September.