Deliverance kom út árið 1972 og var tilnefnd til 3 óskarsverðlauna þar á meðal besta myndin og besti leikstjórinn. Myndin er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu sem James Dickey skrifaði. Dickey þessi skrifaði handritið sjálfur og John Boorman leikstýrði. Dickey kemur fyrir í myndinni(hann leikur lögreglufógeta). Í aðalhlutverkum eru Burt Reynolds,Jon Voight,Ned Beatty og Ronnie Cox.
Deliverance fjallar um fjóra félaga sem fara í kanóhelgarferð á Cahulawassee fljótinu í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Reynolds leikur Lewis, stjórnsaman útiverumann sem er leiðtoginn í hópnum. Jon Voight leikur Ed, auglýsingamann sem er jafnframt hálfgerður miðdepill myndarinnar(myndin er sögð frá sjónarhól hans). Beatty leikur Bobby, sem er tryggingasölumaður sem er borgarbarn og ekki vanur náttúrunni. Að lokum leikur Ronnie Cox Drew, sem er hljóðlátur og rólegur maður. Ferðin byrjar vel og mennirnir skemmta sér konunglega. Lewis montar sig af hæfileikum sínum með því að skjóta lax með boga og ör. Fljótlega birtast sveitamenn sem hafa illt í hyggju. Þessir sveitadurgar ráðast á Bobby og misnota hann.Í sjálfsvörn skýtur Lewis einn af sveitadurgunum en annar flýr. Þeir ákveða þrátt fyrir mótmæli Drew að grafa manninn því svæðið sem þeir eru á verður innan tíðar orðið að stöðuvatni vegna nálægrar stíflugerðar. Bobby vill ekki að það fréttist af misnotkun hans og Lewis vill ekki fara í fangelsi fyrir morð. Þeir halda að þeir séu að komast upp með glæpinn en þeir gleyma því að annar af durgunum komst burt. Fljótlega breytist þessi ferð í algjöra martröð sem nær engum enda. Á endanum þurfa þeir að grafa fleiri en hverjir það eru sem þeir grafa gef ég ekki upp.
Þótt myndin sé frekar gömul(30 ára) er hún mjög hröð og spennandi. Reynolds hefur aldrei verið betri en sem Lewis(sem Marlon Brando átti upprunalega að leika). Ned Beatty er einnig magnaður í þessari mynd og erfiðara hlutverk hefur hann örugglega ekki þurft að kljást við. Þessi misnotkunarsena þar sem ráðist er á Bobby vakti mikið umtal á sínum tíma og þótti vægast sagt hrottalegt. Er trúlegast með minnistæðustu senum kvikmyndasögunnar. Myndin hefur góðan stiganda(þeas niður á við) og stemmningin er þunglynd og vonlaus og það er helsti styrkleiki myndarinnar.Þessi mynd gaf orðinu redneck eða hillbilly nýja merkingu:). Tvímælalaust með betri spennumyndum og allgjört tímamótaverk. Hún fær 7.8 á imdb.com
“Squeal like a pig!!!!!!”
-cactuz