The Lord of the Rings stóð uppi sem aðalsigurvegarinn á BATFA (British Academy Film Awars) verðlaunahátíðinni í Bretlandi.
Verðlaunin voru veitt rétt í þessu.
Lord of the Rings vann samtals 5 verðlaun, besta myndin, besti leikstjórinn, bestu tæknibrellurnar, besta förðunin og kvikmynd ársins að mati ‘fólksins’.
Moulin Rouge fékk samtals 3 verðlaun, bestu kvikmyndatónlistina, besta hljóðið og besti leikari í aukahlutverki, Jim Broadbent.
A Beautiful Mind fékk bara 2 verðlaun, besti leikari í aðalhlutverki, Russell Crowe og Jennifer Connelly fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki.
*Robert Altmann fékk gripinn fyrir bestu bresku myndina, Gosford Park.
*Bestu nýliðarnir voru Joel Hopkins og Nicole Usborne fyrir Jump Tomorrow.
*Besta upprunalega handritið fór til Guillaume Laurant og Jean-Pierre Jeunet fyrir Amelie.
*Besta handrit byggt á áðurútgefnu efni fór til Ted Elliott, Terry *Rossio, Joe Stillman og Roger S.H. Schulman fyrir Shrek.
*Besta leikkonan í aðalhlutverki fór til Judi Dench fyrir Iris.
*Besti leikarinn í aðalhlutverki fór til Russell's Crowe fyrir A Beautiful Mind.
*Besta leikkonan í aukahlutverki var Jennifer Connelly fyrir A *Beautiful Mind.
*Besti leikarinn í aukahlutverki var Jim Broadbent í Moulin Rouge.
*Besta kvikmyndatónlistin fór til Craig Armstrong og Marius De Vries fyrir Moulin Rouge.
*Besta erlenda myndin var Amores Perros.
*Besta kvikmyndagerðin fór til The Man Who Wasn't There.
*Besta ‘framleiðslugerðin’ fór til Amelie.
*Besta búningahönnunin fór til Gosford Park.
*Besta klippingin fór til Mullholland Drive eftir David Lynch.
*Besta hljóðið fór til Moulin Rouge.
*Bestu tæknibrellurnar fóru til The Lord of the Rings
*Besta förðunin fór til The Lord of the Rings.
*Besta stuttmyndin fór til About a Girl.
*Besta tölvuteiknaða stuttmyndin var Dog.
..og kvikmynd ársins var The Lord of the Rings.
Gaman er að minnast á það að Lord of the Rings fékk tvöfalt meiri atkvæði í flokknum um Kvikmynd ársins að mati fólksins en myndin á eftir henni, Bridget Jones's Diary.
Lord of the Rings fékk uþb. 34.000 atkvæði meðan Bridget Jones's Diary fékk 15.000 atkvæði og Harry Potter í 3. með rúmlega 13.000 atkvæði.
Peter Jacksson, leikstjóri Lord of the Rings, lýsti yfir því að hátíðin fór fram úr björtustu vonum hans.
“The night's exceeded all expectations.”
“I really came just to enjoy the nominations. I was hoping we might some technical award but I wasn't expecting this.”
Peter djókaði líka aðeins með stytturnar fimm: “We will have to have a specially reinforced cabinet because these things are heavy.”
Judi Dench lýsti einnig yfir því að hún væri hrærð eftir að hafa unnið BAFTAnn sem besta leikkonan.
Hún sagði líka að hún hefði nýlega gert veðmál við umboðsmann sinn um að hún ynni ekki, veðmálið var uppá 1 milljón punda. Það er ástæðan fyrir því að hún er dáldið hrærð í augnablikinu.
Hún hló mikið þegar hún sá sig á skjánum í Iris og vill helst ekki sjá hana aftur í langan tíma.
Russell Crowe heiðraði aðallega meðleikkonu sína, Jennifer Connelly eftir að hann fékk verðlaunin. Hann sagði Jennifer vera yndislega og stríðna.
“I love my job. I don't think I do it very well but it's OK if you keep rewarding me,” sagði Crowe.
Það eina sem ég vildi laga þarna er að Ian McKellen átti að fá verðlaunin, Russell Crowe er nefnilega nokkuð ofmetinn leikari að mínu mati.