
Eins og áður er getið er sögusviðið byggt í kringum Mercury flugáætlunina sem var byrjunarskrefið að geimáætluninni. Myndin byrjar á sögulegu meti Chuck Yeager´s þar sem hann rauf fyrstur manna hljóðmúrinn. Þessi Yeager er síðan valinn í hóp af útvöldum flugmönnum sem mynda Mercury sjömenningana. Myndin sýnir vel hvað Bandaríkjamenn voru í vandræðum með að gera sér grein fyrir því hvernig ætti að byrja geimáætlun og hvernig ætti að þjálfa menn fyrir þannig áætlun. Myndin er gífurlega fræðandi og mér finnst hún einfaldlega betri en Apollo 13. Hún er mjög raunveruleg og það er greinilegt að Kaufman hefur lagt mikinn metnað í að gera hana raunverulega. Leikararnir standa sig flest allir með prýði en bestir eru Sam Shepard sem Yeager og Ed Harris sem John Glenn. Myndin fer aldrei út í óþarfa væmni og myndatakan er gífurlega vel unnin, sérstaklega allar flugtökurnar. Þetta er líka fyrsta myndin sem fékk aðstoð frá NASA. Talsmenn NASA sögðu að þegar þeir gátu ekki annað en unnið með Kaufman því þeim fannst handritið og umgjörðin svo raunveruleg að þeir vildu aðstoða.
Myndinni gekk ekkert rosalega vel í miðasölu(sem er fáránlegt), trúlegast vegna þess að fólk hafði ekki mikinn áhuga á efninu á þeim tíma. Hún var tilnefnd til nokkra óskarsverðlauna, þar á meðal besta myndin. Sam Shepard var tilnefndur en vann ekki. Myndin fékk hinsvegar 4 óskara, trúlegast allt fyrir tæknivinnu.
Ég mæli með því að fólk skoði þessa vanmetnu mynd sem er hálfgerð prequel að Apollo 13. Hún fær 8 á imdb en ég myndi gefa henni 9.
“Look at old Yeager. On top of the pyramid for five God-damned years. Every time somebody goes faster, he just goes up again.”
-cactuz