So I Married an Axe Murderer
Leikstjóri: Thomas Schlamme
Handrit: Robbie Fox
Ár: 1993
Lengd: 110 mín
Aðalhlutverk:
Mike Myers, Nancy Travis. Anthony LaPaglia, Amanda Plummer, Brenda Fricker
Framleiðendur: Robert N. Fried
sbs:
**1/2/****
So I Married an Axe Murderer fjallar um ljóðskáldið Charlie Mackenzie, hann á erfitt með að halda sér í samböndum því hann fynnur alltaf eitthvað nýtt að konunum, sú seinasta stal hlutum frá honum og sú á undan henni var aðili í rússnesku mafíunni(hún sagðist reyndar bara vera atvinnulaus en það var bara til að leyna mafíunni). Hann kynnist slátraranum Harriet (Nancy Travis) þegar hann fer að kaupa slátur fyrir pabba sinn, Stuart Mackenzie (Mike Myers). Hann verður ástfanginn af henni en fer fljótt að gruna að hún sé í raun axarmorðinginn sem að mamma hans, May Mackenzie (Brenda Fricker) hefur verið að segja honum frá.
Myndin er fyndin á köflum, aðalega þegar Stuart er, hann er skoskur og hefur gaman að því að græta yngri son sinn(sonurinn hefur víst óvenjustóran haus; “I'm not kidding, that boy's head is like Sputnik; spherical but quite pointy at parts! Aye, now that was offsides, now wasn't it? He'll be crying himself to sleep tonight, on his huge pillow.”). Vinur hans og lögreglumaðurinnToni (Anthony LaPaglia) hefur líka sín atriði, þá sérstaklega þegar yfirmaðurinn hans (Alan Arkin) er að reyna að vera líkari lögreglu yfirmönnunum úr þáttum frá níundaáratugnum.
En skemtilegustu atriðin í myndinni eru öll “cameoin”. Michael Richards leikur mann sem skrifar dánarfregnir, Charles Grodini er pirraður ökumaður, Phil Hartman leikur fangavörð í Alcatraz, heitir John Johnson en vill láta kalla sig ‘Vicky’ og fleiri.
Það er mikið sungið í þessari mynd, Stuart tekur “If You Think I am Sexy” með sekkjapípu blástri, Platter lagið “Only You” spilar stóru hlutverki og á tíu mínutna fresti er “There She Goes” með The La's.
Allavegna ágætis mynd sem vel hægt er að horfa á.