Ég sá þessa mynd í gærkvöldi(laugardagskvöldi) og það er langt síðan ég hef séð jafn góða mynd og því ætla ég að gera grein um hana og hún hljóðar svo.
Þessi mynd var gerð árið 1999 og var leikstýrt af Norman Jewison(In Country). Í henni léku Denzel Washington(Training Day), Deborah Unger(Payback), Liev Schreiber(Ransom), Dan Hedaya(The Usual Suspects), Vicellous Reon Shannon(Hart’s War), John Hannah(The Mummy Returns), Debbi Morgan(Eve’s Bayou), Clancy Brown(The Shawshank Redemption), Harris Yulin(The Million Dollar Hotel), David Paymer(The American President), Rod Steiger(Dr Zivago) og Garland Witt(Save The Last Dance).
Þessi mynd er byggð á sannri sögu hnefaleikakappans Rubin ‘’Hurricane’’ Carter(Denzel Washington) sem var sakaður um morð sem hann framdi ekki: Þegar hann situr inni skrifar hann bók sem heitir:,,The 16th Round’’ sem fjallar um ævi hans. En dag einn finnur ungur maður að nafni Lesra Martin(Vicellous Reon Shannon)og bókina og byrjar að lesa hana að mikilli ákafni. Þegar hann klárar að lesa bókina ákveður hann að skrifa bréf til Rubin´s til að segja honum hve mikils bókin þýddi fyrir hann. Þegar Rubin skraifar til baka og þakkar honum fyrir bréfið byrjar þeir að skrifast á og að lokum biður Lesra hann hvort hann mætti koma að heimsækja hann þegar Rubin samþtykkir það kemur Lesra o segist vera að berjast fyrir sakleysi hans. En að lokum er Rubin sýknaður og stofnar stofnar samtök fyrir fanga sem sitjsa inni undir rangri sök.
Þessi mynd var mjög góð enda var hún tilnefnd til óskars og vann Golden Globe fyrir besta leikara í aðalhlutverki. Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð og Denzel Washington lék frábærlega hlutverk Rubins og ég furða mig ekki á því að það var gerð kvikmynd eftir þessari sögu en maður getur ekki annað en dáðst að því hvernig Rubin “Hurricane’’ Carter gat lifað í fangelsi vitandi að hann væri saklaus í mu það bil 20 ár. Ég gef þessari mynd ****/****. En ég vil bara fyrirbyggja miskilnang og segja að allar þær stjörnugjafir sem ég hef gefið ***+/**** breytast nú í ****/**** þetta geri ég vegna athgasemda notenda um stjörnugjafir mínar.
,,Rubin ‘'Hurricane’' Carter: Hate put me in prison. Love's gonna bust me out.''.