On Her Majesty's Secret Service
Leikstjóri: Peter R. Hunt
Handrit: Richard Maibaum, Ian Flemming(bókin)
Ár: 1969
Lengd: 134 mín
Aðalhlutverk:
George Lazenby, Diana Rigg, Telly Savalas, Ilse Steppat, Lois Maxwell, Bernard Lee, Desmond Llewelyn
Framleiðendur: Albert R. Broccoli, Harry Saltzman
sbs:
***½/****
Þegar Albert R. Broccoli og félagar byrjuðu að gera On Her Majesty's Secret Service ákvað Sean Connery að hann hafði fengið nóg. Hann hafði leikið Bond í fimm myndum á jafn mörgum árum og ákvað að taka sér hlé. En hver átti að leika Bond? Roger Moore hafði verið komið til greina á undan Sean Connery en hann var bundin þáttunum “The Saint”. Maðurinn sem var fenginn var George Lazenby, ástralskt módel. George er ágætur sem Bond en hann reynir að stæla Sean Connery of mikið svo hann nær eiginlega ekki að gera sín eigin einkenni. Framleiðendurnir höfðu líka áhyggjur af því hvort fólk mundi vilja sjá Bond mynd án Sean Connerys, það var meira að segja ákveðið að hafa ekki venjulega opnunar atriðið með laginu sem gert var fyrir myndina, í staðinn er Bond stefið spilað og brot úr fyrri myndunum sýnd. En “We got all the time in the world” er samt spilað oft í kvikmyndinni sjálfri. Það var líka tekið upp atriði sem sýndi Bond fara í aðgerð sem mundi skýra útlitsbreytinguna en það var klippt burt(sem betur fer). En þrátt fyrir meðal Bond nær On Her Majesty's Secret Service að vera ein besta, ef ekki sú besta myndin í James Bond seríunni.
Það er mikið gert útá ástina í myndinni, þetta er eina myndin sem Bond verður ástfanginn, konan sú er Tracy(Diana Rigg), dóttir glæpaforingjans Draco (Gabriele Ferzetti). Draco vill endilega að Bond giftist henni og býður honum meira að segja milljón pund í skiptum fyrir það. Bond hafnar tilboðinu en þrátt fyrir það ganga þau í það heilaga seinna í myndinni. Það er mikið gert útá samband þeirra og það er eitt af því sem fólk var ekki hrifið af, það var ekki það sem það bjóst við af hasar seríunni.
Aðalsöguþráður myndarinnar er um Blofeld (Telly Savalas). Hann hefur búið til hættulegan vírus í rannsóknarstofunni sinni efst uppá fjalli í Sviss, í skiptum fyrir að breiða vírusnum ekki í bretlandi vill hann að allir fyrri glæpir hans verða gleymdir. Bond heimsækir rannsóknarstofuna og þrátt fyrir að hafa hitt Bond í You Only Live Twice þá kannast Blofeld ekkert við hann, kanski er það útaf því að George Lazenby er ekkert líkur Sean Connery? En það kemst upp um Bond á endanum og þá byrjar aðal spennan í myndinni.
Í myndinni eru mörg bestu “action” atriði Bond myndanna, Bond klifrar niður hluta fjalls á vírnum sem heldur uppi skíðaliftum, Bond og Blofeld renna niður fjallið á langsleða meðan þeir skiptast á skotum, snjóflóð, þyrlur og fleira. Atriðin eru líka frábærlega leikstýrð af Peter Hunt, hann ákvað að taka þau upp einsog “action” atriði eiga að vera tekin upp, á tvöföldum hraða.
Þrátt fyrir gæði myndarinnar kolféll hún(á Bond mælikvarða) í kvikmyndahúsum. George sast í helgan stein og Connery kom aftur, þó bara í eitt skipti.