“Dumb & Dumber”
Lengd: 101 mínúta.
Leikstjóri: Peter Farelly.
Handrit: Bobby Farrelly og
Peter Farrelly.
Aðalhlutverk: Jim Carrey,
Jeff Daniels og Lauren Holly.
Framleiðsluár: 1994.
Framleidd af: Motion Picture Corporation
of America og New Line Cinema.
Tegund myndar: Gamanmynd.
Aldurstakmark: Öllum leyfð.
Gagnrýnendur:
imdb.com: 6.3 af 10.
kvikmyndir.is: 8.5 af 10.
goldy: ****/*****
Ástæðan fyrir því að ég skrifa grein um “Dumb & Dumber” er sú að þessi vinsæla grínmynd er ennþá mín langbesta grínmyndin frá fæðingu míns lífs. Hún er löngu orðin klássík, sem sagt það er hægt að horfa á hana aftur og aftur og maður hlær alltaf aftur af sömu bröndurunum hærra og hærra í hvert skipti. Ég hef horft á þessa mynd svona c.a. 57 sinnum og mér leiðist ALDREI er ég horfi á hana.
Jim Carrey byrjaði ferilinn á því að leika í hinni óþekktu kvikmynd “All In Good Taste” af hinum “geisivinsæla” leikstjóra Anthony Kramreither og lék Carrey þar í c.a. eia mínútu og var hann þá ljósmyndari. Það má segja að ferill hans sé svona upp og ofan en upp á síðkastið hefur hann fundið sína stefnu og sýnt heldur betur hvað spunnið er í þetta gúmmí“fés”. Má nefna myndir eins og hina frábæru “The Truman Show”, “Man on the Moon” og “The Majestic”.
Leikstjórar “Dumb & Dumber”, þ.e.a.s Peter Farelly og hans bróðir, Bobby Farelly koma hér með án ef þeirra bestu mynd hingað til. Þeir hafa átt mjög stormasaman feril og má nefna hinar frekar-leiðinlegu-og-tilgangslausu-myndir “Me, Myself and Irene”, “Shallow Hal” og “Say it isn´t so”. Þeir hafa hins vegar komið með hinar ágætustu myndir; “There´s Something About Mary” og “Kingpin”.
Dumb & Dumber fjallar í stuttu máli um þá vægast sagt “naut”heimsku vini Lloyd Christmas (Jim Carrey) og Harry Dunne (Jeff Daniels) og ferð þeirra til Aspen, Colarado. Lloyd lenti í því að skutlast með hina fögru Mary Swanson út á flugvöll. Er þangað var komið gleymdi hún tösku einni og rauk hún af stað út í flugvélina. Llyod vill ólmur láta hana fá tösku sína aftur og biður vin sinn, Harry, að koma með sér í ferðalag til Aspen og láta hana fá töskuna sína. Sú atburðarrás á eftir að vera fyndnari og fyndnari það sem á líður myndina. Endilega tékkið á þessari (þ.e.a.s. ef að þið eruð ekki búinn að því).
Takk fyrir,
goldy