Hong Kong myndir eru allsvakalegar. Þér sem hafa séð eina slíka ættu að vita hvað ég er að tala um, þær eru einstakar af því leiti að þrátt fyrir hræðilegan söguþráð, ömurlega klippingu, lýsingu og TÓNLIST!!!, heppnast allt saman í frábæra blöndu af spennu og húmor. Nýverið sá ég myndirnar A Better Tomorrow I og II (báðar listalega leikstýrðar af John Woo), fyrsta myndin fjallar um það að tveir bræður, einn sem er góður peningafalsari og hinn sem er nýútskrifaður úr lögregluskóla, löggubróðurinn veit ekki um glæpsamlegar athafnir bróður síns þar til að hann er handtekinn. Löggubróðurinn verður því svarinn óvinur hins bróðursins þar til að hann hjálpar honum við mál sem snertir fyrrverandi vinnufélaga hans. Í seinni myndinni gerist það hinsvegar að vinur bófabróðursins (leikinn af Chow Yun Fat og var ein af aðalpersónum fyrri myndarinnar) hefur látið lífið og tvíburabróðir hans kemur til hjálpar við rannskókn á máli einu. Þetta hljómar allt saman heimskulegt og myndi alls ekki ganga í neinni Hollywood mynd en hinir frábæru töfrar Hong Kong mynda formúlunnar lætur þetta spila saman eins og sinfónía. Það gæti verið ástæðan fyrir því að John Woo fór að slakna er hann flutti til Hollywood, hann hélt þessari Hong Kong formúlu í Face Off en fór svo að gera hræðilega blöndu af Hollywood mynd og Hong Kong mynd, sem kemur afar illa út. Ég skora á þá sem ekki hafa séð Hong Kong mynd að taka eina sem fyrst, það er þess virði.
64