Ég hef horft á margar lélegar myndir í gegnum árin og þegar maður fer að hugsa um hverjar hafa verið lélegastar standa þessar fimm svo sannarlega upp úr.
Í fyrsta lagi er það myndin Shallow Hal sem ég hef nú þegar skrifaðð umfjöllun um hér á huga og lýst hvað hún er hræðilega léleg en samt sem áður ætla ég nú aðeins að ítreka álit mitt á henni. Þessi mynd var leikstýrt af góðum leikstjórum Bobby og Peter Farelli sem áttu nokkrar ágætismyndir að baki sér áður en þeir gerðu þessa hörmung. Annars voru ágætir leikarar í þessari mynd eins og Gwyneth Paltrow, Jack Black og Jason Alexander(litli, feiti og sköllótti gaurinn úr Seinfeld. En þessi mynd átti ekkert erindi í kvikmyndahús því söguþráðurinn var algjört rugl og hræðilega samsett mynd. Þetta var alveg hrikalega ofmetinn mynd og ég gef henni waste/****.
Önnur lélegasta mynd sem ég hef séð er Loser með leikaranum úr American Pie Jason Biggs og Mena Suvari (stelpunni úr meistarverkinu American Beuty) þessi mynd fjallar um sveitalúða sem fer í nýjan skóla og á mjög erfitt með að aðlagast háskólalífinu. En eftir smátíma verður hann ástfangin af stelpu sem er leikin af Mena Suvari en eitthvað misskilst í sambandi þeirra. Leikstjóri þessarar hörmulegu myndar er Amy Heckerling. Þessi mynd er hluti af hinum svokölluðu mtv-myndum sem þýðir raunverulega að þessi mynd er hræðileg á alla vegu.
Þriðja lélegast mynd sem ég hef séð er Futuresport sem er vísindaskáldsögumynd undir leikstjórn Ernest R. Dickerson sem leggur það í vana sinn að leikstýra aðeins lélegum myndum eins og Bulletproof. Aðalleikarar þessarar myndar eru Dean Cain(manninum úr supermanþáttunum), Vanessa L. Williams(Shaft), En hinvegar skil ég ekkert í því hvað Wesley Snipes er að gera í þessari mynd því hann hefur leikið í svo miklu betri myndum. Þessi mynd fjallar um íþróttina ,,Futuresport'' sem er ein vinsælasta íþrótt ´framtíðarinnar og stjarna þessarar íþróttar er Tre Ramzey(Dean Cain) og á stríðshrjáðum tímum er það á valdi þeirra að bjarga friðinum. Þetta er hræðileg mynd sem er kemur óorði á kvikmyndir.
Fjórða versta mynd sem ég hef séð er Kevin And Perry Go Large þessi mynd hefur hræðilega sick húmor og er með ömurlegum leikurum eins og Harry Einfield, Kathy Burke og Rhys Ifans. Þessi mynd fjallar um tvo fávita sem eru að reyna vera flottir með því að fara til Ibiza og þar kynnast þeir plötusnúðnum Eyeball-Paul.Þessi mynd er ömurleg og skað leg fyrir hvern sem horfir á hana en hún á sína góðu punkta því gef ég henni +/****.
Fimmta versta mynd sem ég hef séð er Corky Romano og leika í henni leikararnir Chris Kattan, Peter Falk(Colombo) og Peter Berg. Þessi mynd fjallar um hákfvitann Corky Romano sem var útskúfaður úr fjölskyldunni(Mafíunni) þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að verða dýralæknir. En hann er kallaður í fjölskylduna til að dulbúast sem alríkislögga til að stela sönnunargögnum sem geta komið pabba sínum í steininn. Ég gef þessari mynd */****.
Þetta voru fimm lélegustu myndirnar sem ég hef séð vonandi forðist þið þær í framtíðinni.