Þessi mynd er framleidd 1982 (eða kemur a.m.k. út þá) og þá er ég akkúrat svona að komast upp á unglingsárin - já ég er svona gömul :)
Þannig að kynslóðin mín, fædd svona frá ‘65-’75 ólst upp með þessa mynd í sálinni.
Næsta kynslóð á eftir (c.a.'75-'85) uppgötvaði myndina aftur þegar hún fór að fást með pylsupökkum í Bónus og fílaði hana í tætlur.
Og nú er næsta kynslóð að byrja ('85-'95). Við vorum að kynna þessa mynd fyrir syni okkar sem er á níunda ári (f.'93) og núna fer hún hreinlega ekki úr vídeótækinu. Allir vinir sem koma í heimsókn eru dregnir inn í herbergi og látnir horfa á Með allt á hreinu og allir kútveltast um af hlátri. Frasarnir eru farnir að lifa góðu lífi á heimilinu. “Mikið svakalega var þetta léleg dúkka, þetta er ábyggilega amatör”. “Það verður engin fj.. rúta, það verður langferðabíll”.
Yndisleg, yndisleg mynd.
Kveð ykkur,