Kvikmynd: Unforgiven
Leikstýrð af: Clint Eastwood
Framleidd árið: 1992
Aðalleikarar: Clint Eastwood, Gene Hackman, Morgan Freeman, Richard Harris
Gerð: Vestri
Lengd: 131
Óskar: Tilnefnd til 9 en vann 4 Óskara, besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari í aukahlutverki (Gene Hackman) og besta klipping (Joel Cox)
Myndin skeður í Wyoming um 1880. William Munny (Clint Eastwood) er fyrrverandi morðingi sem gaf upp líf sitt (vegna þess að konan hans breytti honum) sem morðingi til að hefja líf sitt með börnum sínum. Einn dag kemur ungur maður til hans, The Schofield Kid (Jaimz Woolvett) og býður honum að koma með sér til bæjarins Big Whiskey og hjálpa honum að veiða tvo menn. Fyrst neitar hann en slær svo til með því að ná í vin sinn Ned Logan (Morgan Freeman) til að hjálpa sér. Þeir ferðast til bæjarins Big Whiskey þar sem harðskeytti fógetinn “Little Bill” (Gene Hackman) býr.
Þetta er ein af fjölmörgu vestramyndum Clint Austanviðar sem hann hefur leikstýrt og leikið í, þar má nefna High Plains Drifter, The Outlaw Josey Wales, A Fistful of Dollars og Ambush at Cimarron Pass. Þó kom mér það dálítið á óvart að hún hafi unnið Óskarinn fyrir bestu myndina. Myndin er góð en spennan er oft í lágmarki og er það ekki fyrr en í endann þar sem það kemur gott byssuatriði, reyndar mjög gott. Clint er alltaf flottur í hlutverkum sínum sem kúreki, hann hefur fengið kúrekastimpil á sig. Seinasta mynd hans hét Space COWBOYS. Clint hefur alltaf gert allmennilegar kúreka myndir en núna eru myndir eins og American Outlaws sem lítur bara út eins mynd sem er bara þarna til krækja sér í pening.
ThorX: ***1/2
<B>Azure The Fat Monkey</B>