Made Men Ég sá þessa mynd í gær (fimmtudag) og langar nú að gera grein um hana og hún hljóðar svo.
Þessi mynd var gerð árið 1999 oo var leikstýrt af Louis Morneau(Soldier Boyz) og tagline hennar var:,,Who can a good liar trust?''. Í henni léku James Belushi(Joe Somebody), Michael Beach(Internal Affairs), Timothy Dalton(License To Kill), Steve Railsback(Deadly Games) , Carlton Wilborn(Dead Presidents),Vanessa Angel(Kissing a Fool), Jamie Harris(Made), David O'Donnell(Air Force One), Tim Kelleher(Thirteen Days), Skip Carlson, Susan Isaacs(Breast Men), Oscar Rowland(Bats), Chad Lillywhite, Cissy Wellman(Separate Ways), Don Shanks(Ride with the Devil),


Þessi mynd fjallar um uppljóstrara að nafni Bill Manucci(James Belushi) sem er í vitnaverndaráætlun FBI eftir að hafa stolið milljónum frá mafíunni meðan að hann vann fyrir hana þannig að mafían sendir menn sem líta alls ekki út fyrir að vera mafíósar einn er ástralskur, hrokafullur geðvonskupúki hinir tveir eru svartir töffarar úr fátækrahverfinu. En dag einn finnur mafían hann og pína hann til að segja þeim hvar hann faldi peningana. Allt gengur í hag mafíósannna þangað til að Bill byrjar að flýja og labbar inn í kókaínverksmiðju þar sem eigandinn byrjar að skjóta á þá. Þá kemur einhver lögga og byrjar að elta Bill líka. en aðallega fjallar þessi mynd um eltingarleik þar sem mafían eltir Bill Manucci og eins og í flestum myndum sínum fer allt vel.

James Belushi er oftast í hlutverki kjaftforar löggu sem móðgar fólk við hvert skref en í þessari mynd leiikur hann sama hlutverk með aðeins einni undantekningu hann leikur uppljóstrara. Útgefendur þessarar myndar kynntu hana sem meistaraverk frá bestu hasarleikstjórum sögunnar en þessi mynd er varla hægt að kalla meistaraverk öllu heldur er þetta einhver ömurleg sjónvarpsmynd með tveim ágætum og þekktum leikurum af ástæðunni einni til að þeir geti kallað myndina góða. Persónulega finnst mér þessi mynd eiga sér stað á algörlega röngum stað að mínu áliti ætti þessi mynd að gerast í einhverri stórborg ekki uppi í sveit. Söguþráðurinn er lélegur öllu heldur fáranlegur og ég ætla nú ekki að byrja á því að tala um leikinn ömurlegur var hann í fyrsta lagi ég segi bara hvernig datt James Belushi og Timothy Dalton að leika í þessari hræðilegu mynd.
Ég gef henni *+/**** því að þessi mynd er hræðilega léleg og ætti ekki skilið að fá að vera til.

kv
dictato