Atlantis: The Lost Empire
Leikstjóri: Gary Trousdale, Kirk Wise
Handrit: Tap Murphy
Ár: 2001
Lengd: 95
Aðalhlutverk: Michael J. Fox, James Garner, Leonard Nimoy, David Ogden Stiers, Jim Varney
Framleiðendur: Don Hahn, Kendra Halland
sbs:
***/****
Disney kvikmyndin Atlantis: The Lost Empire er öðruvísi en flestar aðra Disney myndir, í fyrsta lagi eru persónurnar ekki eins “3D” teiknaðar og venjulega, þær eru líkari teiknimyndapersónum, kanski eftir að Final Fantasy misheppnaðist svona illilega í bíóhúsum hefur Disney ákveðið að100% raunveruleikinn væri ekki það sem fólk leitaði eftir í teiknimyndum. Persónurnar eru hannaðar af Mike Mignola sem er þekktastur fyrir teiknimynda sögurnar Hellboy og hann hannaði líka persónurnar fyrir teiknimynda þáttunum Batman: The Animated Series og Batman Beyond. Í öðru lagi er ekki eitt einasta söng-og-dans atriði, í alvöru, ekki eitt! og svo í þriðja lagi, ekkert talandi dýr(nema maður sem er svoldið moldvörpulegur).
Myndin fjallar um Milo(Michael J. Fox), hann hefur lengi stúderað Atlantis og hefur komist að því að inngangurinn að Atlantis er ekki gegnum Írland heldur gegnum Ísland! Hann fær tilboð frá Preston B. Whitmore(John Mahoney), milljónamæringi sem var vinur afa Milos. Hann býður honum að taka þátt í leiðangri að Atlantis. Milo tekur því tilboði! Það eru margir sem taka þátt í leiðangrinum með honum, hermaðurinn fé gráðugi Rourke(James Garner), læknirinn skemtilegi Dr. Sweet, kokkurinn ruglaði Cookie(Jim Varney), sprengjusérfræðingurinn Venny(Don Novello), frú Packard(Florence Stanley) sem mynnir mig óhemjumikið á Doris úr The Critic(1994-1995) og grafaranum Moliere(Corey Burton).
Myndin er mjög vel leikstýrð af leikstjórum meistaraverksins Beauty and the Beast Gary Trousdale og Kirk Wise, hún er hröð og skemtileg og, eins og er venjan fyrir Disney, frábærlaga gerð í alla staði.
<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Atlantis:+The+Lost+Empire">sbs.is: Gagnrýni : Atlantis</a