Leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Steven Allan Spielberg var fæddur 18. des 1946 í Ohio. Hann byrjaði á því að gera stuttmyndir á 8mm filmu þegar hann var aðeins í grunnskóla. Hann vann sín fyrstu verðlaun 13 ára fyrir 40 mínútna stríðsmynd sem heitir Escape to Nowhere. Hann stundaði nám í California State College, og gekk vel í þeim skóla. Amblin, 24 min stuttmynd eftir Spielberg var sýnd Atlanta Film Festival þegar Spielberg var en í háskóla. Út af velgengi hennar fékk Spielberg ( sem var þá aðeins 20 ára )samning til sjö ára við Universal-MCA sem leikstjóri sjónvarpsþátta. Eftir að hann hafði leikstýrt nokkrum þáttum úr þáttaröðum á borð við Columbo og Marcus Welby M.D. gerði hann Duel ( 1971 ) var hans fyrsta mynd hans í fullri lengd. Eftir hana fékk hann tækifæri til þess að gera fyrstu stóru mynd sína, The Sugarland Express ( 1974 ) glæpadrama sem skartaði Goldie Hawn í aðalhlutverki. Árið 1975 gerði hann Jaws, ofurvinsæla mynd um stóran hákarl sem gekk hamagangi og át allt sem í vegi varð. Spielberg fylgdi eftir velgengni Jaws og gerði vísinda-drama myndina The Close Encounters of the Third Kind ( 1977 ), sú mynd varð ekki jafn vinsæl en fékk þó 8 óskarsverðlaunatilnefningar. Árið 1979 gerði hann mynd sem floppaði þvílíkt, 1941, myndin fékk bæði lélega dóma og lélega aðsókn. Spielberg og góðvinur hans George Lucas gerðu saman mynd sem þarf varla neina kynningu, Raiders of the Lost Ark sem skartaði Harrison Ford í hlutverki hetjunnar Indiana Jones. Sú mynd færði Spielberg aðra tilnefningu sína sem besti leikstjóri ( fékk tilnefningu fyrir Jaws ). Eftir ROTLA fylgdu eftir tvær framhaldsmyndir, Indiana Jones & the Temple of Doom ( 1984 ) og Indiana Jones & the Last Crusade ( 1989 ). Einu ári eftir Raiders of the Lost Ark gerði Spielberg hina ávallt klassísku E.T. sló öll aðsóknarmet á þessum tíma, eitthvað um $400 milljónir. Myndin var einnig byrjunin á ferli Drew Barrymore. Þetta sama ár framleiddi hann hrollvekjuna vinsælu Poltergeist.
Árið 1984 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Amblin Entertainment og framleiddi margar vinsælar myndir á borð við Gremlins ( 1984 ), Back to the Future ( 1985 ) og Who Framed Roger Rabbit? ( 1988 ). Eftir að hann Spielberg var gagnrýndur fyrir að geta ekki gert alvöru myndir fyrir fullorðna ákvað hann að gera mynd eftir skáldsögu Alice Walker, The Color Purple. Myndin sem skartaði Whoopy Goldberg, Danny Glover og Opruh Winfrey hlaut ellefu tilnefningar til óskarsverðlauna. Árið 1989 skildi hann við leikonuna Amy Irving, en saman eiga þau einn son, Max. Sama ár eignaðist hann dóttur með leikonunni Kate Capshaw. Þau giftu sig í október, árið 1991 og eiga fimm börn saman.
Árið 1993 kom frá honum Spielberg stórmyndin Jurassic Park sem sló öll aðsóknarmet ( eins og fyrri myndir hans ). Myndin leiddi af sér tvær ömurlegar framhaldsmyndir, The Lost World ( 1997 ) og Jurassic Park 3 sem hann leikstýrði ekki. Sama ár og Jurassic Park kom, sendi hann frá sér hina svart hvítu Schindler´s List sem var tilnefnd til 12 óskarsverðlauna og vann sjö þeirra. Hann stofnaði svo Dreamworks fyrirtækið með Jeffrey Katzenberg árið 1994. Árið 1997 sendi hann frá sér Amistad sem hlaut ágætis viðtökur og tilnefningar til Golden Globe. Næsta mynd hans var stríðsmynd úr seinni heimstyrjöldinni, Saving Private Ryan. SPR hlaut mjög góðar viðtökur og 11 tilnefningar til óskarsverðlauna ( hún hlaut fimm ).
Eftir smá hlé kom hann sterkur inn með hina frábæru A.I. Artifical Intelligence ( 2001 ). Myndin var upprunalega gæluverkefni Stanley Kubricks en hann Spielberg fékk það í hendurnar eftir að Kubrick féll frá. Myndin skartar barnastjörnunni Haley Joel Osment og Jude Law. Næsta mynd sem við munum sjá frá honum er sci-fi þrillerinn Minority Report sem mun koma í sumar. Catch Me If You Can, Memories of Geisha og Indiana Jones 4 er næstu verkefni hans.
——————————————————————-
HLUTIR SEM ENGINN ÞARF AÐ VITA:
Hann er guðfaðir Drew Barrymore.
Hann er einn af tveimur ríkustu mönnum í Hollywood.
Gwyneth Paltrow kallar hann Uncle Morty.
Hann var nr. 1 í kosningu Empire tímaritsins yfir bestu leiktjóra allra tíma.
Hann var að leikstýra fæðingu í einhverri mynd þegar hann fékk símhringingu yfir því að kona hans væri að fæða Max, son hans.
Hann er sonur Arnold Spielberg.
Hann er talinn eiga 2,1 billjónir dollara.
——————————————————————-
Smokey…