Requiem for a Dream Titill:Reuqiem for a Dream
Framleiðsluár:2000
Leikstjóri:Darren Aronofsky
Aðalleikarar:Jared Leto, Ellen Burstyn, Jennifer Connely, Marlon Wayans
Lengd:ca. 120min
Genre:Drama

Eftir miklar hugleiðingar ákvað ég að taka þessa heim með mér og það má segja að ég hafi alls ekki verið fyrir vonbrigðum. Reqiuem for a Dream er hreint útsagt stórkostleg mynd í alla staði og er ja…ein af bestu myndum sem ég hef séð. Darren Aronofsky hefur aðeins gert þrjár myndir ( með Requiem… ), Protoza ( 1993 ) sem ég kannast ekki neitt við og svo Pi ( 1998 ) sem fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom, en því miður er ég ekki búinn að sjá fokkin myndina ( damn ).

Í stuttu máli fjallar Reuqiem for a Dream um fjórar manneskjur, Harry Goldfarb ( Jared Leto ), móður hans Sara Goldfarb ( Ellen Burstyn ), kærustu hans Marion Silver ( Jennifer Connely ) og besta vin hans Tyrone ( Marlon Wayans ). Öll eiga þau sameiginlegt að vera forfallnir dópistar. Harry og Tyrone eru báðir smádópsalar, Marion gerir lítið annað en að sprauta sig, og móðir Harry´s, Sara er háð megrunarpillum. Allar þessar fjórar manneskjur þrá eftir ást og því að vera tekin í sátt af samfélaginu. En í blindri leit þeirra allra að hamingju, breytist líf þeirra í hreina martröð og tekur stefnu sem enginn af þeim hafði órað fyrr.

Kvikmyndatakan er mjög flott og súrealísk, og fyrri hluti myndarinnar einkennist hálfpartinn af hröðum tökum sem minna mann á eitthvað eftir Guy Ritchie eða eitthvern álíka leikstjóra. Seinnig parturinn hins vegar er allt, allt öðruvísi, myndin verður mun alvarlegri, ógeðslegri ( ég hef gengið í gegnum margt en sum atriði í myndinni voru þvíík ). Allir leikararnir stóðu sig ótrúlega vel, en sú sem stal myndinni gjörsamlega var hún Ellen Burstyn. Hún var hreint út sagt ótrúleg. Jared Leto sem hefur leikið í vægast sagt lélegum myndum ( fyrir utan American Psycho, Thin Red Line og Fight Club-í aukahlutverki í þessum þremur ) stóð sig frábærlega og ég bara vona að drengurinn haldi sig við jafn bitastæð hlutverk. Marlon Wayans sýndi allt aðra hlið á sér heldur en hann hefur gert áður. Maðurinn hefur nánast aðeins leikið í lélegum grínmyndum ( Don´t Be a Menace…, Scary Movie 1 & 2, Senseless, The Sixth Man, Dungeons & Dragons ). Hann er að mínu mati næst bestur í allri myndinni. Frábær hlutaskipti hjá honum í gegnum myndina ( byrjar sem þessi always high karakter en wow, ég get einfaldlega ekki lýst frammistöðu hans seinna í myndinni ). Jennifer Connely var mjög trúverðug og mjööög góð í sínu hlutverki og eins og með Marlon, Burstyn og Leto er hún hér í sínu besta hlutverki hingað til.

Handritið í myndinni er til fyrirmyndar, leikstjórnin til fyrirmyndar, myndatakan til fyrirmyndar, leikurinn til fyrirmyndar, ég meina hvað er ekki til fyrirmyndar í þessari? Þetta er djúp og listræn mynd sem ég mæli með fyrir þá sem eru að leita sér að eitthverju bitastæðu en ég vil vara ykkur við, það er ekki létt að horfa á þessa.

Óumdeilanlegt meistaraverk!!!

****/****

Smokey…