Ég tók þessa mynd á leigu fyrir nokkrum vikum og ætla ég nú að skrifa grein um hana og hún hljóðar svo.
Þessi mynd var gerð árið 1998 og var henni leikstýrt af John Frankenheimer(The Island Of Dr Moreau) og tagline hennar var:,,Loyalty is bought, betrayal is a way of life''. í henni léku Robert De Niro(15 Minutes), Jean Reno(Just Visiting), Sean Bean(Lord Of The Rings: Fellowship Of The Ring), Natascha McElhone(The Devils Own),Skip Sudduth(A Cool, Dry Place), Jonathan Pryce(Tomorrow Never Dies), Stellan Skarsgår(The Perfect Murder) og Katarina Witt(Jerry Maguire).
Þessi mynd fjallar um hóp málaliða Sam(Robert De Niro), Vincent(Jean Reno), Dierdre(Natascha McElhone), Larry(Skip Sudduth), Grego(Stellan Skarsgård), Spence(Sean Bean) sem er smalað saman í vörugeymslu og eru þar ráðnir af Seamus(Jonathan Pryce) til að ná tösku af frekar óprúttnum náungum. Þannig að þeir leggja á ráðin og ná í tæki til að framkvæma verkið. En eitthvað fer úrskeiðis og vopnasalarnir svíkja þá(samt ná þeir í vopnin). Þegar að verkinu er komið svíkur Gregor(Stellan Skarsgår) þá og skiptir um töskur.
Það gerir Sam ekkert smá fúlan og hann byrjar að leita að Gregor ásamt hinum hópfélögum sínum. Gregor kemst oftar en einu sinni undan þeim og reynir að koma innihaldi töskunnar í verð sem fyrst.
En þá birtist maðurinn sem réð til verksins og nær Gregor og lemur hann til tals. Þetta fer nú illa í Sam og hann reynir ásamt Vincent að ná Gregor frá Seamus og Dierdre en þá sleppur Gregor. Það leiðir þá aðeins í lokabaráttuna þar sem þeir koma að Gregor með skotsár í höfðinu sem hann hlaut af samskiptum sínum við kaupandann. En allt fer vel og þeir ná töskunni og geta loks farið á eftirlaun.
Þetta var frábær mynd með mjög góðum söguþræði enda mátti engu öðru vænta frá snillingnum Robert De Niro og auðvitað öllum öðrum leikurunum í þessari mynd. Ég gef henni ***/**** því að þessi mynd á það hreinlega bara skilið.
,,Sam: Whenever there is any doubt, there is no doubt. That's the first thing they teach you.
Vincent: Who taught you?
Sam: I don't remember. That's the second thing they teach you''.