Þá er enn ein myndin með Robert De Niro að koma. Síðasta myndin sem hann tók að sér var hin stórgóða 15 minutes. Miðað við söguþráðinn þá minnir myndin mig mjög mikið á hana.
Robert deNiro leikur Mitch Preston, löggu sem talar ekki mikið en lætur frekar verkin tala og vill sérstaklega vinna einn.
Sama sagan er ekki að segja um Trey Sellars (Eddie Murphy). Trey er frekar svekktur leikari sem eyðir deginum í smá vasaþjófnað en á kvöldin æfir hann línurnar sínar fyrir framan spegil.
Eitt sinn meðan Mitch er alveg að fara ná einhverjum dópsala kemur Trey og eyðileggur mánaðaundurbúning hjá Mitch. Ekki hjálpar það að blöðin eru einnig mætt og svæðin en blaðamenn er eitt af því sem Mitch hatar mest, og að sjálfsögðu menn eins og Trey.
Í reiðiskasti skýtur Mitch í átt að myndavélinni og daginn eftir birtist það í blöðunum. Mitch fær áminningu frá stjóranum um þetta og varar hann við brottvísun. En Chase Renzi (Rene Russo) fær Mitch til að leyfa fréttaliði að elta hann allan sólarhringinn fyrir svona ‘crime-live’ þátt, auðvitað verður þátturinn frægur um land allt og stefnir í að verða einn vinsælasti þáttur sögunnar. Þetta er eitt af því sem Mitch myndi síst vilja gera af öllu mögulegu en verður að gera það svo hann verði ekki rekinn og þá getur hann ekki elt dópsalann sem Trey eyðilagði svo fyrir honum.
Samt, miðað við ‘sjarma’ og leikhæfileika Mitch þá verður þátturinn ekki lengi á dagskrá, þess vegna verður að finna annan mann. Mann með hæfileika, málglaðan, pússaðan.. einhvern eins og Trey Sellars. Saman verða þeir teymi í einum vinsælasta þætti sögunnar. Fyrir Mitch er þetta algjör martröð en fyrir Trey er þetta sending frá Guði.
Hvernig haldið þið að þessi mynd verði?